Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 30

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 30
starfsmennina um hvaöa afstöðu ætti að taka í málinu og til að gefa þeim lögfræðileg ráð. Upplýsingar bentu og til þess, að forseti sakadóms hefði í raun tekið vissan þátt í meðferð málsins, á meðan hann starfaði við embætti saksóknara. Mannréttindadómstóllinn taldi ekki neina ástæðu til að draga í efa að forseti sakadóms hefði í raun verið óvilhallur (öryggissjónarmiðið). Ekki væri hins vegar fært að láta við þá niðurstöðu sitja. Einnig yrði að taka tillit til þess, hvernig málið horfði við mönnum. Almenningur hefði ástæðu til að efast um að hlutleysi dómara væri nægilega tryggt, ef hann hefði gegnt stöðu við embætti saksóknara, sem væri þannig háttað, að hann kynni að hafa þurft að fjalla um sama mál og hann hefði til úrlausnar sem dómari (traustssjónarmiðið). Var því talið að brotið hefði verið gegn 6. gr. sáttmálans. Dómur nr. 86/1984, uppkveðinn 26. október 1984 (De Cubber-málið) Rannsóknardómari, sem samkvæmt lögum heyrði undir saksóknara ríksins, sat sem dómari í sakamáli, en hann hafði áður rannsakað málið sem rannsóknar- dómari og yfirheyrt sakborning og úrskurðað hann í gæsluvarðhald. Þótti þetta brot á 6. gr. Mannréttindasáttmálans. Ekki þótti verða látið sitja við athugun á persónulegri afstöðu dómarans (öryggissjónarmiðið). í dóminum er vitnað til ensku grundvallarreglunnar. Justice mustnotonly be done, itmustalso beseen to be done“ (traustssjónarmið- ið). 4.6 Orðalag 7. tl. 36. gr. eml. 7. tl. 36. gr. eml. er ekki orðaður út frá traustssjónarmiðunum eins og flestar sambærilegar hæfisreglur nágrannalanda okkar,33 heldur virðist hann frekar vera orðaður út frá öryggissjónarmiðinu. íslenska ákvæðið er orðað svo: „ ... eða annars er hætta á því, að hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu." Ef íslenska reglan væri orðuð útfrá traustssjónarmiðinu litihúne.t.v. svonaút: „ ... eða þegar að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru til þess fallnar að draga úr trú á óhlutdrægni hans.“ Þrátt fyrir orðalagið, virðist aldrei hafa verið gengið út frá því að íslenska reglan hefði af þeim sökum annað efnissvið en sambærilegar hæfisreglur nágrannalanda okkar. 33 Dönsk: (62. gr. RPL) „... nár andre omstændigheder forligger, som er egnede til at vække tvivl om hans fuldstændige upartiskhed...“; Sænsk: (RB 4:13) „Domare vare jávig att handlágge mál: 9. om eljest sárskild omstándighet föreligger, som ár ágnad att rubba förtroendet till hans opartiskhet i málet.“; Norsk: (108. gr. DL) „Dommer eller lagrettemedlem kan heller ikke nogen være, nár andre særegne omstendigheter foreligger, som er skikket til á svekke tilliten til hans uhildethet...“; Pýsk: (42. gr. ZPO) „Wegen Besorgnis der Befangenheit findet die Ablehnung statt. wenn ein Grund vorliegt, der geeignet ist, Misstrauen gegen die Unpartteilichkeit eines Richters zu rechtfertigen." 228
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.