Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 40
8. BRÝTUR FRAMANGREIND TÚLKUN HÆSTARÉTTAR í BÁGA VIÐ 2. ML. 1. TL. 36 GR. EML.? I framhaldi af niðurstöðu Hæstaréttar vaknar sú spurning hvort túlkun Hæstaréttar gangi ekki þvert á2. ml. 1. tl. 36. gr. eml., þar sem beinlínis segir að dómari þurfi þó venjulega ekki að víkja þótt hann hafi eða hafi haft í embættisnafni önnur afskipti af máli, sem hann nú skal fara með sem dómari. Ákvæðið, sem aðallega er takmörkun á gildissviði hinnar matskenndu hæfisreglu í 7. tl. 36. gr., er ekki fortakslaust, þar sem það segir að „venjulega“ þurfi dómari ekki að víkja við slíkar aðstæður. Túlkunin á því hvenær þær aðstæður eru fyrir hendi að dómara er samt talið rétt að víkja sæti er eftirlátin dómstólunum til skýringar og það hefur Hæstiréttur gert í þessu máli. 9. ÁHRIF HRD. 9. JANÚAR 1990 Á TÚLKUN 36. GR. EML. Framangreindur dómur mun sennilega hafa veruleg áhrif á þau skýringarsjón- armið sem lögð verða til grundvallar við túlkun hinna sérstöku hæfisreglna í framtíðinni. Verður hér drepið á örfá atriði. 1) Af HRD 9. janúar 1990 og dómum þeim sem síðan hafa gengið57 er ljóst að aðaláherslan er lögð á traustssjónarmiðið við skýringu á hinni matskenndu hæfisreglu 7. tl. 36. gr. eml. Ef litið er til nágrannalanda okkar kemur einnig í ljós að traustssjónarmiðið er það sjónarmið sem lagt er til grundvallar. Má því búast við að tekið verði mun meira tillit til þessa sjónarmiðs við túlkun hinna sérstöku hæfisreglna í framtíðinni. 2) Af dóminum virðist sem búið sé að kasta gamla skýringarsjónarmiðinu fyrir róða sem gerð var grein fyrir í kafla 5.1 hér að framan. Spyrja má hvort það hljóti ekki að vera á öllum sviðum þar sem það var áður lagt til grundvallar. Það yrði óneitanlega til þess að hinar sérstöku hæfisreglur gegndu betur hlutverki sínu við að koma í veg fyrir árekstur hagsmuna og stuðla betur að því að efnislega rétt niðurstaða náist í hverju máli. 3) Með niðurstöðu framangreinds dóms í huga, þeirra dóma sem síðar hafa gengið í Hæstarétti svo og dóma þeirra sem minnst var á í kafla 5.2 má spyrja hvort ekki sé hægt að ganga út frá þeirri meginreglu, að hafi dómari, sem fær mál til meðferðar, haft bein afskipti af því sem stjórnsýsluhafi, teljist hann vanhæfur til meðferðar þess sem dómari. Þessi meginregla á ekki aðeins við opinber mál, heldur einnig einkamál eins og dómar þeir sem minnst er á í kafla 5.2 sýna. í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga að 6. gr. Mannréttindasáttmálans tekur einnig til mála út af réttindum og skyldum einkaréttarlegs eðlis.5S 57 Sjá dóma Hæstaréttar frá árinu 1990: HRD 12. janúar; HRD 17. janúar; HRD 2. febrúar (tvö mál); HRD 5. febrúar; HRD 8. febrúar og HRD 14. febrúar. 58 Gaukur Jörundsson: Um rétt manna samkvæmt 6. gr.. 169. 238
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.