Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 42
Af framansögðu athuguðu og óbreyttum lögum er því erfitt að sjá hvernig komast megi hjá því að telja fógeta vanhæfan í slíkum tilvikum.61 10. SÉRSTÆÐUR DÓMUR Hér að framan hefur verið gerð tilraun til þess að fjalla um HRD 9. janúar 1990 í stuttu máli út frá fræðikenningum um sérstakt hæfi. Ljóst er að breytingin á túlkun hinna sérstöku hæfisreglna er líkleg til að auka réttaröryggið, með því að hún stuðlar ekki aðeins að því að koma í veg fyrir að ólögmæt sjónarmið hafi áhrif á niðurstöðu máls heldur jafnframt að þær aðstæður myndist, sem eru til þess fallnar að skapa vantraust á dómstólunum. Aftur á móti er rétt að hafa í huga að niðurstaða Hæstaréttar í málinu hafði mjög víðtækar afleiðingar í för með sér. Með dóminum var því slegið föstu að það væri ósamþýðanlegt að fara með lögreglustjórn og dómsvald í sömu málum á grundvelli hinna sérstöku hæfisreglna. Brast því grundvöllur undan skipan dómsvalds og umboðsvalds í héraði, þar sem sömu embættismönnum voru fengin þessi störf til meðferðar. Það er rétt að hafa í huga, að bæði Landsyfirrétt- ur og Hæstiréttur hafa áður breytt skýríngum sínum á hinum sérstöku hæfisregl- um að óbreyttwn réttarheimildum,62 Það er hins vegar einsdæmi að túlkun 54 ára gamals lagaákvæðis sé snúið algerlega við á grundvelli breyttra skýringarsjónar- miða, að óbreyttum réttarheimildum. með þeirri afleiðingu að kippt sé grund- velli undan öðrum mun yngri lögum, þ.e. lögum nr. 74 um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn. tollstjórn o.fl. frá 1972. Þá er það einnig athyglisvert, að fyrst Hæstiréttur taldi þessa niðurstöðu á annað borð tæka, að hann skyldi ekki hafa komist að henni fyrr á grundvelli dóma Mannréttindadómstólsins, t.d. þeirra sem reifaðir eru í kafla 4.5, en þeir gengu árið 1982 og 1984. Það sem að baki liggur er án efa að skipan dómsvalds og umboðsstjórnar í héraði var gjörsamlega úr takt við tímann. Kerfisskipanin, sem var ein af síðustu minnisvörðum danska einveldisins, braut margar helstu meginreglur réttarríkis- ins, sem við íslendingar, a.m.k. á tyllidögum, teljum okkur vilja búa við. Ef litið er á dóminn í samhengi við þær breytingar sem eiga að verða á dómsstólaskipan- inni og stjórnsýslukerfinu 1992 og þess kerfis sem var við lýði fyrir setningu bráðabirgðarlaganna nr. 1/1990, var breytingin sem dómurinn hafði í för með sér e.t.v. nauðsynleg „brú“ á milliþessara ólíku kerfa, þar sem m.a. var komið í veg fyrir að miklum fjölda sambærilegra mála væri skotið til Mannréttindadóm- 61 Pess má geta aö í nýju aðfararlögunum nr. 90/1989. sem gildi taka 1. júlí 1992. er sérstakt ákvæði 14. gr. þess efnis að sýslumaður (sem þá verður orðinn stjórnsýsluhafi) teljist ekki vanhæfur við aðför til fullnustu kröfum um skatta og önnur samsvarandi gjöld, sem hann sér um innheimtu á. 62 Sjá t.d. LYRD IV 388 (1837) og LYRD III 562 (1889); HRD 1930 76 og HRD 1933 117. 240
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.