Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 49

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 49
handhafa forsetavalds samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar. Það hefur lengst af tíðkast frá stofnun iýðveldis á íslandi, að einhver ráðherranna færi með verkefni forsætisráðherra í fjarveru eða forföllum hans, án þess að formlega væri frá því gengið. Það hefur þá iðulega verið samflokksmaður forsætisráðherra, en þetta staðgengilshlutverk hefur ekki fylgt tilteknum ráðherraembættum. Það var fyrst hinn 13. júlí 1984, að gefin var út auglýsing frá forsætisráðuneytinu þess efnis, að vegna utanfarar Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, hefði Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, verið falið að gegna störfum forsætisráð- herra um stundarsakir. Auglýsingin var birt í Lögbirtingablaði 20. júlí 1984. Hinn 24. ágúst var birt á sama stað auglýsing frá 15. ágúst um, að forsætisráð- herra væri kominn heim úr för sinni til útlanda og hefði á ný tekið við störfum. Það vekur sérstaka athygli, að báðar þessar auglýsingar voru einungis birtar í Lögbirtingablaði en ekki A-deild Stjórnartíðinda, eins og föst venja er um auglýsingar um meðferð forsetavalds og forsetaúrskurði um skiptingu starfa ráðherra. Hinn 31. maí 1988 var svo næst gefin út auglýsing frá forsætisráðuneyt- inu um, að Friðriki Sophussyni, iðnaðarráðherra, hefði verið falið að gegna störfum forsætisráðherra um stundarsakir í fjarveru Þorsteins Pálssonar, for- sætisráðherra. Síðan hafa fjórar sams konar auglýsingar verið gefnar út, þar sem Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, hefur verið falið að gegna störfum forsætisráðherra um stundarsakir í fjarveru Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, þ.e. 6. apríl, 6. maí, 7. júní og 19. nóvember 1990. í engu þessara tilvika hefur verið tilgreint ákveðið tímabil, og frá 1984 hafa aldrei verið birtar auglýsingar um, að forsætisráðherra væri á ný tekinn við störfum sínum, eins og jafnan er gert, þegar forseti íslands tekur á ný við stjórnarstörfum. Auglýsing- arnar frá 1988 og 1990 hafa bæði verið birtar í A-deild Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaði. Það er ljóst, að þessari tilhögun hefur ekki verið fylgt óslitið frá útgáfu fyrstu auglýsingar 1984 né heldur frá árinu 1988. Samkvæmt því, sem ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu hefur tjáð mér, hefur þess hins vegar verið gætt að gefa út slíkar auglýsingar, þegar fyrir hefur legið, að forsætisráð- herra yrði ekki tiltækur í fyrirhugaðri fjarveru forseta íslands. Það er umdeilanlegt, hvort einn ráðherra eigi að geta gegnt störfum fyrir annan án formlegrar ákvörðunar eða auglýsingar. Það hefur þó jafnan tíðkast hér á landi, þótt segja megi, að ef til vill væri eðlilegra, að einungis ráðuneytis- stjóri væri staðgengill ráðherra í fjarveru eða forföllum hans. Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald, og sá ráðherra, sem til dæmis er á ferð erlendis, heldur fullu umboði sínu samkvæmt þeim forsetaúrskurði um skiptingu starfa ráðherra, sem fyrir liggur og ekki er breytt. Hvað sem um þetta álitaefni verður sagt, má hins vegar telja, að öðru máli eigi að gegna um meðferð forsetavalds. Áður er vikið að sérstöðu forsetaembættisins í stjórnkerfinu og hvernig sú sérstaða er áréttuð með ákvæðum stjórnarskrárinnar um staðgengla forsetans. 247

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.