Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 51

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 51
Því var haldið fram í tveimur málum fyrir Hæstarétti á árinu 1984, HRD 1984 824 og HRD 1984 828, að lög, sem Friðjón Þórðarson hafði undirritað 13. maí 1982, þ.e. lög nr. 75/1982 um breyting á almennum hegningarlögum nr. 19/ 1940, sbr. lög nr. 34/1980, og um breyting á sektarmörkum nokkurra laga, hefðu ekki verið sett með stjórnskipulegum hætti og því yrði ekki dæmt eftir þeim. Fyrir Hæstarétt var lagt bréf frá forsætisráðuneytinu til dómara málsins, dags. 14. júlí 1983, þar sem sagði m.a.: „1. Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, gegndi störfum forsætisráðherra 13. maí 1982 sem staðgengill Gunnars Thoroddsens. 2. Lög nr. 75 1982 voru endurstaðfest af forseta íslands í ríkisráði 14. október 1982.“ Niðurstaða Hæstaréttar í báðum málunum var þessi: „Lög nr. 75/1982 voru, eins og í héraðsdómi greinir, staðfest 13. maí 1982 með undirritun forseta Alþingis, forseta Hæstaréttar og Friðjóns Þórðarsonar dómsmálaráðherra, sem samkvæmt áðurgreindu bréfi forsætisráðuneytisins gegndi störfum for- sætisráðherra. Verður að telja, að lögin hafi þannig verið sett með stjórn- skipulegum hætti.“ Samkvæmt þessum dómi virðist Hæstiréttur telja nægjanlegt, að einhverjum ráðherra sé án formbundinnar ákvörðunar eða auglýsingar falið að gegna störfum forsætisráðherra, til þess að hann geti tekið þátt í meðferð forsetavalds. Ekki er að sjá, að Hæstiréttur leggi nokkra sérstaka merkingu í það, að lögin hafi síðar verið endurstaðfest af forseta íslands í ríkisráði. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á niðurstöðu þessa dóms - og við hana er ég ósáttur- tel ég allt að einu, að það tilvik, sem um ræðir, sé áþreifanlegt dæmi þess, hversu litlar kröfur eru oft á tíðum gerðar til reglufestu og nákvæmni við framkvæmd stjórnsýslu á íslandi. Það er þó þeim mun aivarlegra fyrir þær sakir, að um meðferð æðstu stjórnar ríkisins er að ræða. Við aðstæður af þessu tagi teldi ég bæði rétt og nauðsynlegt að gefa það til kynna með sérstakri ákvörðun forsætisráðherra og auglýsingu hverju sinni, að annar ráðherra gegndi störfum hans um tiltekinn tíma. Þann tíma þyrfti að marka fyrirfram eða auglýsa endurkomu forsætisráð- herra til starfa. Með þeim auknu kröfum til agaðri vinnubragða við stjórnsýslu og réttarframkvæmd, sem eru að skapast í þjóðfélaginu, kæmi ekki á óvart, þótt niðurstaða Hæstaréttar um sams konar eða svipað álitaefni og dæmt var 1984 yrði önnur, áður en mjög langt um líður. Nægir í því efni að minna á dóm Hæstaréttar frá 9. janúar 1990 í máli ákæruvaldsins gegn Guðmundi Breiðfjörð Ægissyni, þar sem grundvelli dómaskipunar í landinu var kollvarpað þvert gegn langri venju og áliti Hæstaréttar sjálfs í tveimur nýlegum dómum, sbr. HRD 1985 1290 og HRD 1987 356. 249
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.