Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 53

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Side 53
þriggja þátta ríkisvaldsins eru kallaðir til sameiginlegrar framgöngu. Þótt það sé ekki til sérstakrar umfjöllunar hér, tel ég ákvæði stjórnarskrárinnar um heimild til handa framkvæmdarvaldinu til þess að stöðva starfsemi löggjafarvaldsins að eigin geðþótta úr tengslum við nútímahugmyndir um réttarríki og sjálfstæði hinna aðskildu þátta ríkisvaldsins. Meðan sú heimild er fyrir hendi, verður framkvæmdarvaldið hins vegar að horfast í augu við þá staðreynd, að eftir gildistöku þingrofs og fram að kjöri forseta sameinaðs þings á nýju Alþingi verður forsetavaldi ekki beitt hér á landi í forföllum eða fjarveru forseta íslands. Alþingi hefur aðeins einu sinni á lýðveldistímanum verið rofið með þeim hætti, að þingrofið var látið taka gildi þegar í stað en ekki frá næsta kjördegi. Það var gert með forsetabréfi um þingrof hinn 8. maí 1974. Á þeim tíma, sem þá leið frá þingrofi og fram að kjöri forseta sameinaðs Alþingis, sem að nýju kom saman 18. júlí 1974 eftir almennar þingkosningar 30. júní s.á., voru tvenn lög undirrituð af handhöfum forsetavalds hinn 20. maí, þar sem einn þeirra var Eysteinn Jónsson, forseti sameinaðs Alþingis á því þingi, sem rofið hafði verið þrettán dögum áður. Samkvæmt þeirri kenningu, seméghefsett hérfram, voru þessi lög ekki sett með stjórnskipulega réttum hætti og því ógild.1' Þess má svo geta, þótt það skipti í sjálfu sér ekki máli hér, að Eysteinn Jónsson var ekki í kjöri í þeim alþingiskosningum, sem fram fóru í kjölfar þingrofsins. Það, sem hér hefur verið sagt um stöðu fráfarandi forseta sameinaðs Alþingis eftir þingrof, hlýtur eðli málsins samkvæmt jafnframt að eiga við um fráfarandi þingforseta eftir almennar alþingiskosningar, sem fella umboð fyrri þingmanna úr gildi, jafnvel þótt sá einstaklingur, sem um er að ræða hverju sinni, hafi að nýju verið kjörinn til setu á Alþingi. Á meðan núverandi tilhögun um handhafa forsetavalds er óbreytt, er því nauðsynlegt, að Alþingi verði hið fyrsta kvatt saman að kosningum loknum, svo að kjósa megi forseta sameinaðs Alþingis og gera þannig kleift, að handhafar forsetavalds geti að réttu lagi verið tiltækir til þess að gegna störfum forseta Islands. VI. Það má segja, að reynslan hafi staðfest, að heppilegt sé, að verkefni og valdsvið forseta íslands verði áfram með svipuðu sniði og verið hefur. Hins vegar mæla þung rök með því, að ákvæðum um handhafa forsetavalds verði breytt, enda eru annmarkar núverandi tilhögunar augljósir. Það er bæði of fyrirhafnarmikið að þurfa að kveðja til þrjá menn til þess að taka við verkefnum forseta og sú staða getur jafnvel komið upp, eins og rakið hefur verið, að forsetavaldi verði alls ekki beitt um stundarsakir, þegar þannig háttar til. 13 Þetta voru lög nr. 52/1974 um sérstakt útflutningsgjald af loðnuafurðum framleiddum á árinu 1974 og lög nr. 53/1974 um breyting á lögum nr. 80 16. september 1971 um aflatryggingasjóð sjávarútvegsins. 251

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.