Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 56
forsetavald. Það samrýmist ekki vel hugmyndum um eðlilega starfsskiptingu
æðstu handhafa ríkisvaldsins, að starfandi forseti lýðveldisins sitji í dómi eða
gegni öðrum störfum á sviði annarra þátta stjórnskipunarinnar. Þess má til
samanburðar geta, að samkvæmt finnsku stjórnarskránni má forsætisráðherra
eða eftir atvikum staðgengill hans hvorki gegna þingmennsku né ráðherrastörf-
um, á meðan hann fer með forsetavald í fjarveru eða forföllum forseta landsins.
Væri svipuð leið farin hér, þyrfti sjálfsagt að kveðja varadómara til setu í
Hæstarétti, þegar forseti réttarins gegndi störfum forseta Islands, en það er út af
fyrir sig ekki annað og meira en iðulega þarf að gera. Það má heldur ekki telja
eftir sér fyrirhöfn eða eðlilegan kostnað við það að rækja embætti forseta Islands
á hverjum tíma með þeim hætti, að það falli sem bezt að hugmyndafræði þeirrar
stjórnskipunar, sem við viljum hafa og virða.
VII.
Þegar ísland varð lýðveldi hinn 17. júní 1944 og forseti landsins var kjörinn í
fyrsta sinn, var gripið til þess einstæða ráðs að ætla æðstu handhöfum hinna
þriggja greina ríkisvaldsins að koma í stað forsetans, þegar svo bæri undir. í
þeim efnum tóku íslendingar engar hefðir í arf úr þeim konungsríkjum, sem þeir
höfðu tilheyrt. Frá lýðveldistöku hefur mikið vatn runnið til sjávar, og hug-
myndir manna um meðferð ríkisvalds hafa að sjálfsögðu tekið ýmsum breyting-
um. Með hliðsjón af því, sem hér hefur verið fjallað um, verður að telja tímabært
að hverfa frá þunglamalegri og gallaðri tilhögun til nútímalegri og hentugri
stjórnarhátta varðandi meðferð á valdi hins kjörna þjóðhöfðingja. I því sam-
bandi skulu hér í lokin dregin saman nokkur áherzluatriði:
1. Það er óþarflega þungt í vöfum að þurfa jafnan að kveðja þrjá menn til hins
sama verks við æðstu stjórn ríkisins.
2. Það er mjög til baga og í andstöðu við eðli forsetaembættisins, sem á að vera
friðarstóll og sameiningarafl, að ágreiningur kunni að rísa milli handhafa
forsetavalds um framkvæmd þess og niðurstaða ráðist þá ef til vill af vilja
tveggja handhafa í andstöðu við þann þriðja.
3. Það er vafasamt, að embættisathafnir handhafa forsetavalds öðlist stjórn-
skipulegt gildi, nema þeir standi að þeim allir saman. Öðru máli gegnir hins
vegar, þegar ágreiningur verður milli hinna þriggja handhafa og meirihluti
ræður niðurstöðu.
4. Varamenn handhafa forsetavalds geta komið í þeirra stað, þegar þeim verður
fengið það hlutverk með formreglum, þ.e. kjöri eða formbundinni ákvörð-
un.
254