Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 57

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 57
5. Það fær tæplega staðizt, að annar ráðherra en forsætisráðherra geti verið handhafi forsetavalds, nema honum hafi verið falið að fara með störf forsætisráðherra með sérstakri og formlegri ákvörðun eða auglýsingu. 6. Þegar Alþingi hefur verið rofið, hefur umboð allra alþingismanna verið fellt úr gildi án undantekninga. Enginn maður er þá bær til þess að fara með hlutdeild forseta sameinaðs Alþingis í meðferð forsetavalds. Frá gildistöku þingrofs fram að kjöri forseta sameinaðs þings á nýju Alþingi verður forsetavaldi því ekki beitt hér á landi í forföllum eða fjarveru forseta íslands. Hinu sama gegnir eftir almennar alþingiskosningar. 7. Það er eðlilegur kostur, að forseti Hæstaréttar verði einn staðgengill forseta íslands með þeim frávikum, að varaforsetar réttarins geti þar komið í hans stað. Sú leið er hentari en hinar, að forseti sameinaðs Alþingis, forsætisráð- herra, aðrir ráðherrar eða sérstaklega kjörinn varaforseti gegni þessum starfa. Ástæða þess er einkum sú, að Hæstiréttur á þá samstöðu með embætti forseta íslands að standa utan við stjórnmáladeilur. Þá myndi forseti réttarins síður dragast inn í pólitískar erjur en nú getur orðið, þegar hann þarf að deila meðferð forsetavalds með tveimur stjórnmálamönnum. 8. Hvaða leið sem menn kunna að telja vænlegasta til úrbóta varðandi handhafa forsetavalds, verður þó umfram allt að hvetja til þess, að sú breyting verði gerð á æðstu stjórn ríkisins að þessu leyti, er betur hæfi öruggri og vandaðri stjórnskipun en sú skipan, sem nú er við lýði. Það varðar miklu, að íslendingar gefi betri gaum að grundvallaratriðum í stjórnskipun landsins og stjórnarfari en gert hefur verið og vandi í hvívetna til verka á þeim vettvangi. HEIMILDIR Benedikt Blöndal: Bjarni Benediktsson: Bjarni Benediktsson: Gunnar G. Schram: Haraldur Ólafsson: Ólafur Jóhannesson: „Eftir orðanna hljóðan.“ Ármannsbók. Reykjavík 1989, bls. 99-113. Ágrip af íslenzkri stjórnlagafræði II. Reykjavík 1949 (útg. sem handrit). Land og lýðveldi I. Reykjavík 1965. „Um endurskoðun stjórnarskrárinnar." Tímarit lögfræð- inga, 2. hefti 1977, bls. 67-103. „Handhafar og staðgenglar.“ DV, 5. september 1990. Stjórnskipun íslands, 2. útg. Gunnar G. Schram annaðist útgáfuna. Reykjavík 1978. 255

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.