Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 62
Á VÍÐ OG DREIF
FRÁ DÓMARAFÉLAGI ÍSLANDS
SKÝRSLA STJÓRNAR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS 1989-1990
I. Stjórn Dómarafélags íslands
Aðalfundur Dómarafélags íslands árið 1989 var haldinn í Borgartúni 6,
Reykjavík dagana 5. og 6. október. Þá voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins:
Friðgeir Björnsson, yfirborgardómari, formaður
Halldór Kristinsson, sýslumaður og bæjarfógeti
Haraldur Henrýsson, hæstaréttardómari
Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður og bæjarfógeti
Valtýr Sigurðsson, borgarfógeti
Varastjórn:
Már Pétursson, sýslumaður og bæjarfógeti
Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari
Stjórnin kaus Pétur varaformann, Harald ritara og Valtý gjaldkera. Stjórnin
hefur haldið 6 bókaða fundi á starfsárinu.
Endurskoðendur voru kjörnir:
Björn Hermannsson, tollstjóri
Ragnar Hall, borgarfógeti
II. Skipun í embætti
Eftirtaldir hafa verið skipaðir í embætti á
starfsárinu:
260