Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 64

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Page 64
7. 31.51. Finnur Torfi Hjörleifsson settur héraðsdómari í Hafnarfirði 1.6. - 31.12. 1990. 8. 8.8. 1990 Gréta Baldursdóttir sett borgarfógeti 1.9. 1990-31.8. 1991. 9. 10.8. 1990 Jón Finnbjörnsson settur héraðsdómari í Kópavogi 20.8. 1990 - 31.1. 1991. 10. 20.8. 1990 Georg Kr. Lárusson settur borgardómari í 1/2 starfi 1.9. 1990- 31.8. 1991. 11. 20.8. 1990 Ólöf Pétursdóttir sett borgardómari í 1/2 starfi 1.9. 1990-31.8. 1991. 12. 20.8. 1990 Sigurður Tómas Magnússon settur borgardómari 1.9. 1990 - 31.8. 1991. 13. 31.8.1990 Sigurður Gunnarsson settur sýslumaður í Vestur-Skaftafellssýslu 1.9. 1990-30.4. 1991. 14. 20.9. 1990 Þorgerður Erlendsdóttir sett héraðsdómari í Kópavogi í 3/4 starfs 1.10. 1990-31.1. 1991. Einn félagsmaður lést á starfsárinu, Björgvin Bjarnason, fyrrverandi sýslu- maður og bæjarfógeti og fyrrum formaður Dómarafélags íslands (1972-1973). V. Félagsmenn í 2. gr. laga Dómarafélags íslands er kveðið á um það hverjir séu félagsmenn, en greinin er svohljóðandi: „Félagar eru allir skipaðir hæstaréttardómarar og hérðasdómarar, svo og tollstjórinn í Reykjavík, lögreglustjórinn í Reykjavík, hæstaréttarritari, ríkissak- sóknari, vararíkissaksóknari, saksóknarar, tollgæslustjóri, rannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins, og vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins. Aukafélagar geta orðið allir þeir, sem verið hafa aðalfélagar, en látið af störfum fyrir aldurs sakir eða heilsubrests. Fulltrúar félagsmanna, sem eru embætttisgengir til dómarastarfa og hafa dómsmálastörf að aðalstarfi, geta fengið inngöngu í félagið, sæki þeir um hana.“ Að dómarafulltrúum frátöldum ræður því skipun í embætti félagsaðild. Hins vegar hefur ætíð verið litið svo á að settir dómarar ættu aðild að félaginu á meðan setning stendur og þeir sem sett er fyrir héldu aðild sinni. Þá eiga þeir aðild að félaginu sem hafa látið af störfum fyrir aldurs sakir eða heilsubrests. I lögunum er talað um aukaaðild án skilgreiningar. Litið hefur verið svo á að þessi hópur eigi réttindi og beri skyldur á við aðra félagsmenn. Félagatal liggur frammi á þinginu og samkvæmt því eru félagsmenn nú 118. 262

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.