Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 65

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 65
VI. Almennir félagsfundir Almennir félagsfundir hafa verið þrír á starfsárinu, allir haldnir á Hótel Holti, Reykjavík. Hinn 28. desember flutti Stefán Már Stefánsson, prófessor erindi um gerðar- dóma. Hinn 4. apríl flutti dómsmálaráðherra Óli Þ. Guðbjartsson erindi um húsnæðismál dómstólanna við gildistöku aðskilnaðarlaganna 1992. Hinn 27. september flutti Rainer Voss dómari frá Diisseldorf í Þýskalandi erindi um hlutverk Alþjóðasambands dómara og evrópudeildar þess. Ennfrem- ur fjallaði hann um uppbyggingu og starf vesturþýska dómarafélagsins. VII. Fundur stjórna norrænu dómarafélaganna Eins og kunnugt er var norræna lögfræðingaþingið haldið í Reykjavík síðastliðið sumar. Daginn áður en þingið hófst eða 21. ágúst var haldinn fundur stjórna norrænu dómarafélaganna á Hótel Sögu, en veg og vanda af undirbún- ingi hans hafði Dómarafélag íslands. Dómsmálaráðherra Óli Þ. Guðbjartsson ávarpaði fundinn. Umræðuefni fundarins voru tvö, endumenntun dómara og tími sá er meðferð einkamála tekur. Gustav Möller Finnlandi, flutti aðalfram- sögu um fyrra umræðuefnið. Aðrir framsögumenn voru Kurt Haulrig Dan- mörku, Oskar Arild Eidesen Noregi, Gunnar Dyhre Svíþjóð og Allan V. Magnússon íslandi. Um síðara efnið flutti framsögu Olav T. Laake Noregi. Fundurinn var hinn fróðlegasti og umræður ágætar. Fundarmenn voru um þrjátíu talsins. Að fundinum loknum þáðu fundarmenn boð dómsmálaráðherra Óla Þ. Guðbjartssonar á Hótel Sögu. VIII. Heimsókn Rainer Voss Rainer Voss landsréttardómari í Dusseldorf var hér á landi í boði Dómarafé- lags íslands dagana 26.-30. september. Rainer situr í stjórn Alþjóðasambands dómara, er formaður evrópudeildar þess og varaformaður þýska dómarafélags- ins. Tilgangur heimsóknarinnar var fyrst og fremst sá að afla fróðleiks um stöðu mála að því er dómara varðar vegna hinna öru breytinga í Evrópu. Fyrr er getið hádegisverðarfundar þar sem Rainer flutti erindi. Einnig flutti hann erindi um stöðu og ábyrgð dómara í Evrópu eftir 1992 á námsstefnu Lögfræðingafélags íslands í Viðey um evrópurétt, sem haldin var 28. september. Rainer heimsótti einnig Hæstarétt íslands, Borgardóm Reykjavíkur og lagadeild Háskóla íslands. Þá var honum boðið í ferðalag til merkisstaða á Suðurlandi. Þessi heimsókn var hin gagnlegasta og má fullyrða að hún hafi náð tilgangi sínum. Þá var mjög fróðlegt að heyra lýsingar Rainers á því starfi sem þýska 263
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.