Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 67

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Síða 67
Stjórn félagsins hefur fengið til umsagnar frá Markúsi Sigurbjörnssyni pró- fessor og borgarfógeta tvö lagafrumvörp, frumvarp til laga um gjaldþrotaskipti og frumvarp til laga um skipti á dánarbúum o.fl. Þá hefur dómsmálaráðuneytið sent félaginu til umsagnar frumvarp til laga um meðferð opinberra mála. Stjórnin hefur ekki unnið skipulega að því að semja umsagnir um frumvörp þessi. Ástæðan er sú að strax kom til tals að taka þau til umfjöllunar á dómaraþinginu eins og raunin hefur orðið og fresta því að gefa umsögn um þau þar til þeirri umfjöllun væri lokið. Koma umsagnirnar því til kasta næstu stjórnar. XIII. Skíðaferð Stjórnir Dómarafélags íslands og Lögmannafélags íslands ákváðu að efna sameiginlega til skíðaferðar í Kerlingarfjöll 6.-9. júlí s.l. Sjö félagsmenn okkar mættu með fríðu föruneyti og samtals tóku þátt í þessari ferð um 30 manns á vegum félaganna. Ferðin heppnaðist vel í alla staði þótt þátttaka yrði ef til vill minni en vonir stóðu til í upphafi. Þó er óvíst hvort framhald verður á þessari nýbreytni í starfi félagsins. XIV. Dómaraheimsókn Næsta heimsókn Dómarafélags íslands hefur lítillega verið til umræðu hjá stjórninni, en ekki hefur verið hafist handa við undirbúning að neinu gagni. Helst hefur verið hallast að því að heimsækja Evrópudómstólinn í Luxemburg og þá jafnframt dómstóla í Luxemburg. Kemur væntanlega í hlut næstu stjórnar að taka ákvörðun um þetta og annast undirbúning. XV. Dómhús Á fundi stjórnar félagsins 12. janúar var gerð eftirfarandi samþykkt: „Fundur í stjórn Dómarafélags íslands haldinn 12. janúar 1990 beinir þeim eindregnu tilmælum til dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að húsnæðis- vandi þeirra dómstóla sem sitja í Reykjavík verði leystur með því að byggja dómhús á þeirri lóð sem borgaryfirvöld hafa til reiðu í því skyni. Teljist slíkt útilokað telur stjórn Dómarafélags íslands að helst komi til greina að héraðsdómstólnum í Reykjavík, sem tekur til starfa um mitt ár 1992, verði ætlað Útvegsbankahúsið en Hæstarétti Safnahúsið.“ Samþykkt þessi var send þeim ráðherrum sem í henni eru greindir. í framhaldi af því ræddi formaður félagsins við þá báða. Ekki er ljóst þegar skýrsla þessi er rituð hver niðurstaða í dómhúsmálum í Reykjavík verður. 265
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.