Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 73

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1990, Qupperneq 73
FRÁ AÐALFUNDI DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS 1990 Aðalfundur Dómarafélags fslands, dómaraþing, var haldið dagana 1. og 2. nóvember 1990 í Borgartúni 6, Reykjavík. Að lokinni setningarræðu formanns, Friðgeirs Björnssonar yfirborgardómara, fluttu gestir þingsins ávörp þeir Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Gestur Jónsson formaður Lögmannafélags íslands. Formaður félagsins lýsti í setningarræðu sinni þungum áhyggjum dómara af því að húsnæði fyrir hina nýju dómstóla, sem taka eiga til starfa við gildistöku aðskilnaðarlaganna, verði ekki tilbúið í tæka tíð. Benti hann á, sem margsinnis hefur verið gert, að með setningu aðskilnaðarlaganna axlaði löggjafarvaldið jafnframt þá ábyrgð að sjá nýjum dómstólum fyrir viðunandi húsnæði. Fram hefur komið í samþykktum Dómarafélags íslands mikill áhugi á því að ríkið kaupi Útvegsbankahúsið við Lækjartorg fyrir hinn nýja héraðsdómstól í Reykjavík og aðkallandi húsnæðisvandi Hæstaréttar íslands verði leystur með því að gera Safnahúsið við Hverfisgötu að dómhúsi Hæstaréttar. í máli fjármálaráðherra kom fram að þunglega horfði með fjárútvegun til þessa verkefnis. Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar. Þar kom fram að helstu viðfangs- efni félagsins voru að halda fræðafundi fyrir félagsmenn, gefa umsagnir um lagafrumvörp og annast erlend samskipti. Gjaldkeri félagsins, Valtýr Sigurðsson borgarfógeti, gerði grein fyrir reikn- ingum félagsins. Fram kom að fjárhagsstaðan er bærileg, en umsvifin lítil. Dómaraþing bar þess merki að þann 1. júlí 1992 taka gildi lög um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Aðalumræðuefnið á þinginu var frumvarp til laga um meðferð opinberra mála en framsögu um það höfðu Eiríkur Tómasson hrl. og Halldór Þorbjörnsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Þá kynnti Markús Sigurbjörnsson settur prófessor frumvarp til laga um skipti á dánarbúum o.fl. og frumvarp til gjaldþrotaskiptalaga. Öll gera frumvörp þessi ráð fyrir miklum breytingum á viðfangsefnum dómstóla og sýslumannsembætta samfara gildistöku aðskilnaðarlaganna. Þorleifur Pálsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu gerði þinginu sérstaka grein fyrir fjölmörgum verkefnum sem tengjast aðskilnaðinum. Umræður voru miklar um öll þessi málefni. Ljóst er að veruleg umskipti verða í dómsmálakerfinu samfara þessum breytingum og brýn þörf á endurmenntun dómara og lögmanna þeirra vegna. Friðgeir Björnsson yfirborgardómari og Haraldur Henrýsson hæstaréttar- dómari gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu í félaginu. í stjórn Dómarafélags íslands næsta starfsár voru kjörnir: Valtýr Sigurðsson borgarfógeti formaður, Halldór Kristinsson bæjarfógeti og sýslumaður, Pétur 271
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.