Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Qupperneq 13
með vöruna þannig að leiðbeiningar hverfi, eða þær eiga að koma til við afhendingu vörunnar til neytanda. Pá er í þessu tilfelli vart munur á því hvort um sakarábyrgð eða hlutlæga ábyrgð er að ræða, ágallamatið verður í raun ekki verulega frábrugðið venjulegu sakarmati, því það lýtur beinlínis að athöfnum. Eins og síðar verður vikið að ber framleiðandi ekki ábyrgð á því sem kemur til eftir að hann lætur vöru frá sér. En hvenær er leiðbeininga þörf, og hvenær eru þær nægilega aðgengilegar? Það er ljóst að ekki nægir að benda á ritling er liggur frammi í verslun og segja kaupanda að líta á hann. Og j afnvel þó að leiðbeiningar fylgi í prentuðu formi þá er það ekki alltaf nægilegt. Ef sérstakar hættur geta stafað af hlut þarf að gera meira ef mögulegt er. Dæmi má taka af stiganum er fjallað var um í dómi Hæstaréttar Noregs er birtist í N.Rt. 1974, 41. Meirihlutinn taldi óþarfa að vara sérstaklega við því að aðeins mætti snúa annarri hliðinni að vegg. Minnihlutinn taldi að vara hefði þurft við því. Víst má telja að minnihlutinn hefði ekki talið nægilegt að hafa þá viðvörun í prentuðum bæklingi er fylgdi við kaupin. Pá getur verið vafasamt hvort aðvörun er birtist í miðjum texta, e.t.v. á bls. 7 í handbók, sé nægileg. Fer það að nokkru eftir því hverjum vara er ætluð og hvort búast megi við almennri notkun hlutar allra þeirra sem kunna að hafa aðgang að honum. Stundum leiðir bitur reynsla í ljós að sérstök hætta stafar af tiltekinni vöru. Þá er eins og áður segir meginatriði um ábyrgð framleiðanda hvort vara hafi verið haldin ágalla í skilningi laga nr. 25/1991.1 lögunum er hins vegar ekki ákvæði um skyldur framleiðanda þegar ágalli hefur komið fram. Mætti nefna þetta eftirlits- skyldu framleiðanda með þeim varningi er hann hefur dreiftd' Getur þá komið til sakarábyrgð vegna vanrækslu á því að gera mögulegar ráðstafanir til að hindra að óhapp endurtaki sig, sem er þá annað tveggja að gefa út sérstakar varnaðartilkynningar eða hreinlega að innkalla vöru, a.m.k. að hætta frekari sölu. Ekki er unnt að segja að hér sé um skýrar reglur að ræða því að íslenskir dómstólar hafa aldrei staðið frammi fyrir sakarmati á þessum grundvelli. Vegna hins takmarkaða gildissviðs laga nr. 25/1991, einkum undanþágunnar um þróunaráhættu, getur hins vegar komið til þess að reyni á slík sjónarmið. Eins og að framan getur er því, sem nefnt er þróunaráhætta, skipað í sérstakan flokk í tilskipun Evrópubandalagsins. Þetta leiðir af 15. gr. og skýrgreiningunni í 6. gr. tilskipunarinnar þar sem segir, að við mat á því hvort vara sé haldin ágalla, skuli miðað við tímann er varan var sett á markað. Með þessari undanþágu er vísað til ágalla, sem eigi var unnt að uppgötva svo sem tækniþekkingu var háttað er vara var framleidd. Aðildarlöndin eru frjáls að því hvaða reglur þau setja um þróunaráhættu, undanþágan er valkvæð í tilskipun bandalagsins. 21 Sjá Erwin Deutsch í Versicherungsrecht 1988, 1197 á bls. 1199 og Hein Kötz, Deliktsrecht bls. 159. 235
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.