Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Síða 26
borist tilkynning, sem hann hefur ekki átt rétt á," ber honum samt sem áður að
tilkynna þeim framseljanda sem fyrir framan hann er.12
5. HVERJUM SKAL SENDA TILKYNNINGU?
Eins og fram kemur hér að framan skal senda framseljendum, ábyrgðarmönn-
um15 og útgefanda tilkynningu, sbr. 1. og 2. mgr. 45. gr. vxl. Frá þessum reglum
eru undantekningar.
Framseljandi, sem hefur undanþegið sig ábyrgð á samþykki og greiðslu víxils
skv. 1. mgr. 15. gr. vxl., virðist ekki eiga rétt á tilkynningu,14 enda á hann ekki
rétt á því að innleysa víxilinn skv. 50. gr. vxl. Þá getur hann heldur ekki orðið
fyrir því tjóni sem kveðið er á um í 6. mgr. 45. gr. vxl. að bætt skuli.
Ekki virðist heldur skylda til að senda þeim víxilskuldara tilkynningu sem
kunnugt er um samþykkisskortinn eða greiðslufallið.15
Þá verður að telja að víxilskuldarar geti fallið frá rétti til tilkynningar
samkvæmt 45. gr. vxk, t.d. með sérstakri áritun á víxilinn. Rétt er þó að hafa í
huga, að hafi útgefandi fallið frá rétti til tilkynningar, hefur það ekki áhrif á rétt
annarra víxilskuldara til tilkynningar.16
Samkvæmt 3. mgr. 45. gr. vxl. telst framseljandi, sem ekki tilgreinir heimilis-
fang sitt á víxlinum, hafa fallið frá rétti til tilkynningar. Þarf hinn tilkynninga-
skyldi því ekki að tilkynna viðkomandi framseljanda,17 enda þótt hann viti um
heimilisfang hans.18 Ef fleiri framseljendum er til að dreifa á víxlinum skal senda
næsta framseljanda, sem er fyrir framan hann, tilkynningu, hafi hann gefið upp
heimilisfang.
Hafi framseljandi tilgreint nafn sitt eða heimilisfang á ólæsilegan hátt, er á
11 Til dæmis framseljandi sem ekki hefur greint heimili sitt, sbr. 3. mgr. 45. gr. vxl., eða framseljandi
sem undanskilið hefur sig ábyrgð á samþykki og greiðslu víxils, sbr. 1. mgr. 15. gr. vxl.
12 Sbr. orðalag 1. mgr. 45. gr. vxl., „Hver framseljandi skal...“, Stranz: Wechselgesetz, 256. Ef
þýðing 1. mgr. 45. gr. íslensku víxillaganna hefði verið nákvæmari, hefði ákvæðið borið þetta skýrar
með sér, en þá hefði það hljóðað svo: „Sérhver framseljandi skal ...”
13 Að undanskildum ábyrgðarmanni greiðanda, Stranz: Wechselgesetz, 256.
14 Helper: Vekselloven og Checkloven af 1932,195; Rasting: Den danske Veksel- og Checklovgivn-
ing, 159 og Lyngsd: Vekselloven, 151 og sami höfundur: Checkloven. 182.
15 Lyngsö: Vekselloven, 151. Víxilhafi hefur sönnunarbyrðina fyrir því að viðkomandi víxilskuldara
hafi verið kunnugt um greiðslufallið eða samþykkisskortinn, sbr. 8. kafla hér á eftir.
16 Hér gildir því ekki sams konar regla og fram kemur í 3. mgr. 46. vxl., þar sem fráfall útgefanda á
afsögn bindur alla víxilskuldarana.
17 Víxilhafi sem kominn er að víxli fyrir eyðuframsal eða framsal til handhafa, getur aftur framselt
víxilinn með því einu að afhenda hann, án þess að fyllaeyðuframsalið eða rita framsal á víxilinn, sbr.
3. tl. 14. gr. vxl. Þar sem hvorki er að finna nafn né heimilisfang slíks framseljanda á víxlinum eða
miða sem við hann er festur, sbr. 1. mgr. 13. gr. vxl., og hann verður heldur ekki talinn bera ábyrgð á
samþykki og greiðslu víxilsins, sbr. 1. mgr. 15. gr. vxl., á slíkur framseljandi ekki rétt á tilkynningu
um greiðslufall eða samþykkisskort víxilsins, sbr. 3. mgr. 45. gr. vxl.
18 Rasting: Den danske Veksel- og Checklovgivning, 160; Evaldsen: Vekselloven, 189; Aubert:
Den nordiske Vexelret, 242 og Lyngso: Vekselloven, 153.
248