Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Side 27
sama hátt nægjanlegt að senda næsta framseljanda tilkynningu, svo framarlega sem hinn tilkynningaskyldi hefur ekki getað haft uppi á nafni og heimilisfangi framseljandans á annan hátt. I slíkum tilvikum verður nefnilega ekki talið að framseljandi hafi fallið frá rétti til tilkynningar. Geti hinn tilkynningaskyldi því haft upp á heimilisfangi hans, t.d. með því að fá upplýsingar frá framseljanda þeim sem er fyrir framan hann, ber að senda honum tilkynningu.19 í þeim tilvikum þar sem tilgreining heimilisfangs er læsileg en ófullkomin yrði hinn tilkynningaskyldi að reyna að hafa uppi á heimilisfangi framseljanda.20 í þeim tilvikum þar sem heimilisfang er tilgreint á fullnægjandi hátt, en hinn tilkynningaskyldi veit að viðkomandi víxilskuldari hefur flust búferlum, ber að senda tilkynninguna á hið nýja heimilisfang.21 í 3. mgr. 45. gr. vxl. kemur aðeins fram, að hafi framseljandi ekki tilgreint heimilisfang sitt á víxli, hafi hann fallið frá rétti til tilkynningar. Ekki er þar getið hverju það varði hafi útgefandi eða ábyrgðarmaður ekki tilgreint heimilisfang sitt. Hefur lögjöfnun frá 3. mgr. 45. gr. vxl. varðandi slík tilvik ekki verið talin tæk.22 Samkvæmt 7. og 8. tl. 1. gr. vxl. skal víxill hafa að geyma undirskrift útgefanda og útgáfustað. Væri rétt að skoða útgáfustað víxilsins sem heimili útgefanda.23 Annars yrði oftast auðvelt að hafa uppi á heimilisfangi útgefanda, t.d. með því að beina fyrirspurn til greiðanda.24 Hvað varðar tilkynningu til ábyrgðarmanna, þá er ljóst að tilgreining heimilis- fangs er ekki formskilyrði þess að ábyrgð stofnist. Er heimilis því sjaldnast getið. Yrði hinn tilkynningaskyldi því að grennslast fyrir um heimilisfang ábyrgðar- manns hjá þeim sem gengist var í ábyrgðina fyrir.25 Tilkynningaskyldan fellur ekki niður þó að sá sem á rétt á tilkynningu sé látinn, orðinn gjaldþrota eða ólögráða.2'1 Hún fellur heldur ekki niður, þó að víxilskuldarar hafi fallið frá afsögn, sbr. 2. mgr. 46. gr. vxl., eða þó að einhver hinna tilkynningaskyldu hafi leyst til sín víxilinn.27 6. HVENÆR SKAL TILKYNNA? Víxilhafa er veitt nokkurt svigrúm til að fullnægja tilkynningaskyldu sinni. Víxilhafi skal tilkynna um samþykkisskortinn eða greiðslufallið innan fjögurra virkra daga eftir afsagnardag. Hafi hins vegar verið gerður fyrirvari um fullnustu 19 Lyngs0: Vekselloven, 153 og Stranz: Wechselgesetz, 255. 20 Lyngso: Vekselloven, 153. 21 Lyngs0: Vekselloven, 153. 22 Lyngs0: Checkloven, 184. 23 Ólafur Lárusson: Vt'xlar og tékkar, 75 og Lyngs0: Vekselloven, 153. 24 Lyngso: Vekselloven, 153. 25 LyngsO: Vekselloven, 153. 26 Rasting: Den danske Veksel- og Checklovgivning, 161. 27 Stranz: Wechselgesetz, 258. 249

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.