Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Side 32
mgr. 45. gr. vxl., sem gagnkröfu til skuldajafnaðar, skv. 3. ml. 4. mgr. 208. gr. eml.,4f’ enda þótt bótakrafan sé ekki víxilkrafa.47 Fari hins vegar víxilhafi beint í fjárnám á grundvelli laga 90/1989 um aðför, sem gildi öðlast 1. júlí 1992, getur tjónþoli (gerðarþoli) því aðeins komið fram bótakröfunni með skuldajöfnuði við aðförina, að tjónvaldur (gerðarbeiðandi) viðurkenni bótakröfuna rétta, sbr. 40. gr. 1. 90/1989. Missi tjónþoli færis á að koma bótakröfunni að með skuldajöfnuði sökum andmæla gerðarbeiðanda, verður tjónþoli að höfða sérstakt bótamál á hendur tjónvaldi. Loks er rétt að hafa í huga að tjónþoli getur aðeins komið fram bótakröfu á hendur tjónvaldi. Krefji því einhver, sem sinnt hefur tilkynningaskyldu sinni, tjónþola um greiðslu víxilsins verður hann að greiða honum innlausnarfjárhæð víxilsins og krefja síðan tjónvald unr bætur." 12. HVAÐ ÞARF TJÓNÞOLI AÐ SANNA? Á víxilskuldara hvílir m.a. sönnunarbyrði fyrir því að tjón hafi hlotist af vanrækslu á tilkynningaskyldunni4'7 og hversu mikið það hafi orðið.5" Tjón víxilskuldara myndi oftast fólgið í því að hærri dráttarvextir hefðu fallið á víxilfjárhæðina en ella. Hér er yfirleitt um að ræða tjón sem er nokkuð augljóst og auðsannað. Það sama er að segja um tjón víxilhafa sem fólgið er í því að aukinn kostnaður hefur fallið á kröfuna s.s. innheimtu- eða málskostnaður. Þá getur víxilskuldari orðið fyrir tjóni vegna gengismunar, þar sem víxilfjár- hæð er ákveðin í erlendri mynt.51 Loks kann tjónið að vera fólgið í því að víxilskuldari missi færi á að koma fram endurkröfu. Þar sem víxilskuldari fær ekki tilkynningu, líður oft langur tími þar til honum verður kunnugt um að víxillinn sé í vanskilum. Á þessum tíma kunna þeir víxilskuldarar, sem ábyrgð bera gagnvart honum á greiðslu víxilsins, að verða gjaldþrota. Tjón víxilskuldarans getur því í slíkum tilvikum orðið meira en öll víxilfjárhæðin. 46 Einar Arnórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði, 119. 47 Eberstein, G,: Den svenska váxelrátten, 153. 48 Holmboe: Veksel- og sjekkretten, 92. " UfR. 1926:901. Útgefandi, sem ekki hafði fengið senda tilkynningu um greiðslufall víxils, taldi sig hafa orðið fyrir tjóni er samsvaraði víxilfjárhæðinni þar sem samþykkjandi víxilsins hafði orðið gjaldþrota nokkru eftir gjalddaga víxilsins og hann því misst færi á að koma fram endurkröfu. Útgefandinn var hins vegar ekki talinn hafa sannað að hann hefði orðið fyrir tjóni, þar sem samþykkjandi víxilsins var hvorki talinn hafa verið fær um greiðslu víxilsins á gjalddaga né síðar. 50 Ólafur Lárusson: Víxlar og tékkar, 76. 51 Holmboe: Veksel- og sjekkretten, 91. 254

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.