Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Síða 34
eða umboðsmaður skv. 18. gr. vxl., hlýtur viðskiptamaður bankans að mega
treysta því að bankinn fullnægi henni, ekki síst þar sem hann hefur á að skipa
sérfræðingum, tekur að sér að innheimta fjárkröfur í atvinnuskyni og undan-
þiggur sig ekki sérstaklega skyldu eða ábyrgð á sendingu slíkra tilkynninga.
Verður því ekki annað séð en að verulegar líkur séu á að banki verði talinn
bótaskyldur í slíkum tilvikum.
14.2 Tilkynningar vegna greiðslufalls tékka
Hér á eftir verður athugað hvernig bankar og sparisjóðir sinna tilkynninga-
skyldu 42. gr. tél., þegar þeir hafa keypt tékka, sem greiðslubanki neitar að
innleysa.
Samkvæmt samningi banka og sparisjóða um tékkaviðskipti tilkynnir sá
banki, er keypt hefur tékkann, síðasta framseljanda um greiðslufall tékkans.
Samkvæmt þessum starfsreglum virðist hvorki gert ráð fyrir að ábyrgðarmönn-
um síðasta framseljanda séu sendar tilkynningar, sbr. 2. mgr. 42. gr. tél., né
útgefanda, sbr. 1. mgr. 42. gr. tél. Hins vegar fær útgefandi oftast senda
tilkynningu frá greiðslubanka um tékka sem eru innistæðulausir. Slík tilkynning
er hins vegar ekki send með sannanlegum hætti. Gegn andmælum útgefanda
getur tékkahafi þess vegna ekki borið því við að hann hafi mátt láta hjá líða að
senda útgefanda tilkynningu sökum vitneskju hans um greiðslufallið.57
Fyrrnefndar tilkynningar eru aðeins sendar til síðasta framseljanda varðandi
tékka sem nema fimmfaldri ábyrgðarfjárhæð tékka58 eða hærri fjárhæð, (nú kr.
50.000). Engar tilkynningar eru sendar vegna tékka sem nema lægri fjárhæð.
Eftir því sem næst verður komist eru fyrrnefndar tilkynningar sendar „í lok
fimmta afgreiðsludags eftir innlausn“ og virðist innlausnardagurinn talinn með.
Séu tékkar því ávallt tilkynntir til greiðslujöfnunarstöðvar sama dag og banki
hefur keypt þá, er ljóst að fyrrnefndar tilkynningar eru sendar innan tilkynn-
ingafrestsins skv. 2. ml. 5. mgr. 42. gr. tél.”
Bankar og sparisjóðir sinna tilkynningaskyldu sinni með því að senda
framseljanda tilkynningu í almennum pósti. Þeir ná því ekki að sanna að
tilkynning hafi verið send, sé því mótmælt af aðila sem rétt hefur átt á
tilkynningu, sbr. t.d. Hrd. 17. apríl 1991 þar sem tékkahafi (banki) var ekki
talinn hafa sannað að hann hefði sent tilkynningu fyrr en með innheimtubréfi.
Að framansögðu athuguðu er ljóst að mikill misbrestur er á því að bankar og
sparisjóðir sinni tilkynningaskyldu sinni við greiðslufall tékka. Virðist því fyllsta
57 Sjá nánar kafla 5 og 7 hér að framan.
58 Varðandi ábyrgðarreglur bankanna, sjá Páll Hreinsson: Getur greiðslubanki verið tékkahafi?,
106.
59 f 42 . gr. tél. segir að tékkahafi skuli senda tilkynningu innan fjögurra virkra daga. Við útreikning á
fresti þessum er hins vegar sá dagur. sem talið er frá, ekki talinn með. sbr. 3. mgr. 55. gr. tél.
256