Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1991, Síða 40
það er afmælisgjöf stjórnar Lögmannafélags Islands til Dómarafélags íslands. Þessa rausnarlegu gjöf félagsins metur Dómarafélag Islands mikils. Stjórn Lögfræðingafélagsins eru einnig fluttar þakkir fyrir að sýna félaginu virðingu og hlýhug með nefndu afmælisriti. Nú hefur tekist að safna saman á einn stað öllum markverðum gögnum um Dómarafélag íslands og mun Davíð Þór flokka þau og búa til varðveislu. Ef félagsmenn vita af einhverju sem þeir telja að tengist félaginu þá láti þeir vinsamlegast stjórnina vita. VI. Dómaraheimsókn til Washington Félagið stóð fyrir náms- og kynnisferð félagsmanna til Washington D.C. þann 26. ágúst til 3. september. í samráði við dómsmálaráðuneytið og Bandaríska sendiráðið var ákveðið að takmarkafjöldaþátttakenda við 15. Niðurstaðan varð þó sú, að 17 dómarar voru valdir til fararinnar. Hjördís Hákonardóttir borgardómari var sérstaklega fengin með sem farar- stjóri en hún hafði dvalið um eins árs skeið í borginni. Þessir tóku þátt í ferðinni: Allan V. Magnússon borgardómari, Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari, Bjarni K. Bjarnason hæstaréttardómari, Eggert Óskarsson borgardómari, Friðgeir Björnsson yfirborgardómari, Garðar Gíslason borgardómari. Helgi 1. Jónsson sakadómari. Hjördís Hákonardóttir borgardómari, Hjörtur O. Aðal- steinsson sakadómari, Hjörtur Torfason hæstaréttardómari, Ingibjörg Bene- diktsdóttir sakadómari, Jón Ragnar Þorsteinsson, héraðsdómari, Jónas Gústavsson borgarfógeti, Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari, Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari og Valtýr Sigurðsson borgarfógeti. Með í förinni var einnig Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu svo og 10 makar félagsmanna. VII. Erlend samskipti A. Alþjóðasamband dómara Þing Alþjóðasambands dómara var í ár haldið í Crans Montana í Sviss dagana 16.-19. september. Dómarafélag Sviss bauð til þingsins og annaðist allan undirbúning sem var hinn vandaðasti. Þá bauð félagið þátttakendum til skoðunarferðar til Saas Fee og hádegisverðar í hæstu snúnings-„Perlu“ heimsins sem er í 3.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Formaður Dómarafélags Sviss er dr. Peter Balscheit. Þátttakendur á þinginu af hálfu Dómarafélags íslands voru: Valtýr Sigurðsson borgarfógeti sem sat í 1. nefnd þingsins. Umræðuefni nefndarinnar var: Aðferðir við samningu dóma. Ályktun nefndarinnar er enn ókomin; 262

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.