Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 12
3. TAKMARKANIR VALDS OG RÉTTARRÍKIÐ Hjá Montesquieu er vald takmarkað á tvo vegu. Önnur takmörkunin stafar af því hvernig valdi er dreift meðal manna. Jafnvel harðstjóri dreifir valdi marg- víslega. Hin takmörkunin ræðst af hefðum og skoðunum samfélagsins sem setja harðstjórum skorður ekki síður en öðrum valdhöfum. Harðstjórn taldi Montesquieu jafnvel takmarkaðri en flesta aðra stjórn. Meinið við hana, til að mynda hjá Tyrkjasoldán á 18du öld, sagði hann fyrst og fremst vera duttlunga hennar, en ekki neitt ofurvald sem hún hefði yfir þegnum sínum. Harðstjórn er veik stjórn hjá Montesquieu. Veikleiki hennar er einkum sá að þar eru engar fastar reglur. Þegnar harðstjóra geta oft gert hvað sem þeim sýnist. En kjarni málsins er að þeir eru aldrei óhultir fyrir duttlungum valdsins. Sterk stjóm er á hinn bóginn skipuleg stjóm, seld undir strangar reglur. Montesquieu hefði ugglaust sagt annað og meira en þetta hefði hann þekkt til alræðisríkja tuttug- ustu aldar. Ef allt vald er í eðli sínu takmarkað á vandi stjórnvitringa að sjálfsögðu ekki að vera sá að takmarka það eins og Locke lagði kapp á í Ritgerð um ríkisvald. Það er bersýnilega ekki nóg að takmarka vald til að tryggja frelsi ef allt vald er ævinlega takmarkað. Það verður að dreifa því frekar en að takmarka það. Og það verður að dreifa því á réttan hátt. Hér þarf á nákvæmum og virkum reglum að halda. Annars vita þegnarnir ekki til hvers er ætlazt af þeim.11 Montesquieu er einn áhrifamesti höfundur hugmyndarinnar um réttarríki þótt hann notist ekki við það hugtak. Réttarríkið tryggir frelsi þegnanna með reglum eins og þeim að engum sé refsað nema fyrir brot á heyrinkunnum lögum, að brotamaður sé dæmdur eftir reglum sem vernda saklausa, jafnframt því sem þær hæfa seka, að hver maður geti neytt réttar síns gagnvart öðrum mönnum og ekki síður gagnvart ríkisvaldinu. Allt þetta krefst þess bersýnilega að dómstólar séu hiutlausir og sjálfstæðir. Við köllum slíka skipan réttarríki. Montesquieu kallar lög af þessu tæi réttarfarslög, og hann segir þau tryggja frelsi einstaklingsins (þegnfrelsi) sem hann kallar líka réttarfarsfrelsi. Montesquieu gerir síðan greinarmun á tvenns konar lögum, réttarfarslögum og stjórnarfarslögum. Til samræmis við hann gerir hann annan greinarmun á tvenns konar frelsi, réttarfarslegu frelsi, sem er einstaklingsfrelsi eða þegnfrelsi, og stjórnarfarslegu frelsi sem stjórnskipanin í heild á að tryggja. Hvert er þetta stjórnfrelsi sem er annað en frelsi þegnanna? I ljós kemur að stjómfrelsið er ekkert annað en þrískipting ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og fram- kvæmdavald. Hjá Montesquieu þurfa stjómfrelsi og þegnfrelsi ekki að fara saman. Sumir hnjóta um þetta. Brezki stjómfræðingurinn John Plamenatz hafnar því sem hverri annarri firru, og reynir að bæta um betur með því að leiða í ljós hvernig 11 Sbr. sania rit I, 277. 198
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.