Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 16

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Qupperneq 16
orðið að baráttumáli, í samtímanum. Þrískipting ríkisvaldsins er hins vegar heilög kýr sem enginn vill hrófla við.20 Meðal annars þess vegna getum við verið andvaralaus gagnvart þrískiptingunni eins og raunin var um okkur ís- lendinga þegar Mannréttindadómstóllinn í Strasborg knúði okkur til að setja aðskilnaðarlögin 1992. En hún er tiltölulega einfalt mál, alveg eins og hún er hjá Montesquieu. Fjölræðið er flóknara og að því leyti fróðlegra. Fjölræðið krefst sjálfstæðra stofnana af öllu mögulegu tæi. Ef við hugsum um sjálfstæði stofnana er einn vandinn sá nákvæmlega hvert sjálfstæðið er eða á að vera. Á það til dæmis að vera fjárhagslegt sjálfstæði þannig að ríkisháskóli eða ríkisútvarp eigi að eiga sem rninnst undir fjárveit- ingavaldinu? Á það að vera sjálfræði stofnananna um ráðningu starfsfólks, til dæmis sjálfræði háskóla eða ríkisútvarps um stöðuveitingar? Á það að vera sjálfræði starfsfólks um störf sín, þannig til dæmis að ekki megi segja pistlahöf- undi í útvarpi upp fyrir það sem hann segir í pistlum sínum, enda væri það óheyrilegt ef háskólakennara væri sagt upp fyrir það sem hann segir í kennslustundum? Skerða aukastörf sjálfstæði starfsmanna og þar með sjálf- stæði stofnana þeirra? Á sjálfstætt útvarp að neita sér um að birta auglýsingar af ótta við áhrif auglýsenda? Eg ætla ekki að reyna að svara slíkum spurningum. En kannski ég fái að geta þess að ég held að það sé ekki til neitt einfalt svar við þeim. Sjálfstæðið er og verður margvíslegt, og það er engin leið að einfalda það eða draga það saman í einhverja meginreglu. Eina vitið væri að safna sem flest- um dæmum um það og reyna síðan að flokka þau, helzt á marga ólíka vegu til þess að skilningurinn á því geti orðið sem fjölbreytilegastur. Eg ætla að fá að binda mig við háskóla. Háskólar eru mjög merkileg fyrirbæri frá stjórnfræðilegu sjónarmiði. Þeir eru mikilsverðir í stjórnskipunarsögunni. Lýðræðisríki nútímans eru oft rakin til þriggja þátta. Einn af þeim er trúar- bragðastyrjaldimar í Evrópu og umburðarlyndishugmyndimar sem sprattu af þeim. Annar er myndun markaðskerfisins í Evrópu og síðar í Ameríku. Hinn þriðji er hugmyndir manna eins og Lockes og Montesquieus, og öll þróun stjómskipunarlýðræðis með settum stjórnarskrám.21 En það er ekki minnsti vafi að evrópskir háskólar, bara sem stofnanir, eiga heima á þessum lista yfir sögu- legar rætur nútímalýðræðis. Ef við lítum á háskóla í samtímanum þá eru þeir að mörgu leyti sérkennilegir. Til dæmis eru engar stofnanir alþjóðlegri, hvort heldur í viðhorfum eða í störf- um. Engar stofnanir sem sögur fara af eru lýðræðislegar reknar en háskólar - þeir búa við bæði kosti og galla lýðræðis umfram öll önnur fyrirtæki mannanna - og þetta lýðræði er ævagömul hefð. Svo má nefna smærri sérkenni eins og þau 20 Þó er ágreiningur um hversu róttæk þrískiptingin skuli vera, til dæmis um þingræði eða þá um vald þjóðhöfðingjans. 21 Sbr. John Rawls: „The Idea of an Overlapping Consensus“. Rawls nefnir ekki háskólana. 202

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.