Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Side 25
... hefur ekki sýnt fram á annað en það hafi verið afgreiðslumaður m/s Esju á Þingeyri
og yfirmenn skipsins, sem tóku ákvörðun um að flytja flatningsvélina á þilfari. Þeir
báru fulla stjórnunarábyrgð á þessari ráðstöfun gagnvart áfrýjanda [Skipaútgerðinni].
Meta verður það svo, að þetta hafi verið gert í umboði áfrýjanda sem farmflytjanda.
Fram er komið, að 2. stýrimaður hafði verkstjóm, þegar skipið var sjóbúið. Hefur
hann borið að hafa aðeins litið lauslega yfir umbúnað vélarinnar. Ekki hefur verið leitt
í ljós, að hásetar þeir, sem gengu frá vélinni, hafi breytt gegn fyrirmælum yfirmanna
eða því, er þeir höfðu látið viðgangast um búnað farms. Með venjulegri aðgæslu hlutu
stjórnendur skipsins að gera sér greinjyrir, að tjón gœti hœglega hlotist af umbúnaði
vélarinnar. Þetta aðgæsluleysi þeirra var stórfellt. Samkvæmt 6. mgr. 70. gr. laga nr.
34/1985 getur áfrýjandi því ekki borið fyrir sig ábyrgðartakmörkun samkvæmt öðmm
ákvæðum greinarinnar.31
Niðurstaða dómsins er skýr. Áhersla er lögð á að það séu yfirmenn skipsins
sem gerist sekir um stórfelld afglöp og af því leiði að farmflytjandinn geti ekki
takmarkað ábyrgð sína. Þótt afgreiðslumaðurinn sé nefndur þá er ekki byggt á
því að það haft verið gáleysi að flytja vélina á þilfari. Ekki verður um gáleysis-
matið hér sagt annað en að það sé tiltölulega strangt. Vafasamt er að gáleysið sé
stórfellt í venjulegum skilningi þess orðs, en alls ekki eru uppfyllt hin ströngu
skilyrði 6. tl. 70. gr.
Ef farið er nákvæmlega í orðalagið segir í lagatextanum „tjón mundi senni-
lega hljótast", en Hæstiréttur fullyrðir í dóminum ekki meira en að tjón gæti
hæglega hlotist. Á þessu er mikill munur. Enn meiri munur er síðan á orðalagi
dómsins og texta Haag-Visby reglnanna.
Hin hliðin á málinu er síðan sú að yfirmenn skipsins eru hér taldir vera Skipa-
útgerðin sjálf. Það er niðurstaða sem kemur á óvart, enda verður að segja að sú
niðurstaða er ekki í samræmi við þær lagareglur er Hæstiréttur vitnar til. Rök
fyrir þessari niðurstöðu eru heldur ekki færð fram.
Síðari dómurinn er H 1993 1960. Samskip hf. höfðu flutt til landsins frá
Rotterdam einn lítinn pakka, 57 kíló að þyngd, Hann var settur í vörugeymslu
og geymdur þar nokkuð lengi. I upphafi var merkt í skrá hvar hann væri niður-
kominn í vörugeymslunni, en síðar var hann fluttur til án þess að skráð væri
hvert. Pakkinn fannst ekki aftur.
Hæstiréttur segir orðrétt:
Hér var um tiltölulega lítinn pakka að ræða í stórri vörugeymslu. Verður að telja það
stórfellt gáleysi að endurmerkja ekki vöruna, þegar hún var flutt til, og mátti stjórn-
endum vörugeymslunnar vera ljóst, að við svo búið væri hætta á, að varan týndist.
Samkvæmt 6. mgr. 70. gr. siglingalaga nr. 34/1985 getur áfrýjandi því ekki borið fyrir
sig ábyrgðartakmörkun samkvæmt 2. mgr. 70. gr.
31 Skáletrun greinarhöfundar.
211