Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 46
AÐALFUNDUR LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1994 Aðalfundur Lögfræðingafélags íslands var haldinn í stofu 102 í Lögbergi, Háskóla Islands miðvikudaginn 26. október 1994 kl. 19:30. A dagskrá voru aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. A fundinum lágu frammi: skýrsla stjórnar, reikningar félagsins og reikningar Tímarits lögfræð- inga. Formaður félagsins Gunnlaugur Claessen, hæstaréttardómari setti fund- inn. Fundarstjóri var kosinn Þórunn Guðmundsdóttir, hrl., og Ingvar J. Rögn- valdsson, skrifstofustjóri var tilnefndur fundarritari. Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti samkvæmt samþykktum félagsins og verður hér getið þess helsta. Formaður félagsins flutti skýrslu fráfarandi stjórnar og vísast til efnis hennar á öðrum stað hér í tímaritinu. Rétt er þó drepa á nokkur atriði í framsögu for- manns. Fræðafundir voru níu talsins. Aðsókn var viðunandi og góð á stundum. Kjölfestan í hópi fyrirlesara voru lögmenn, dómarar og háskólakennarar. Breyt- ing hafði þó orðið á vali fundarefna og var sjöundi fundurinn nýbreytni, þ.e. Jón St. Gunnlaugsson, hrl. flutti sjálfvalið efni sem hann nefndi „Dagur í lífi lög- manns“. Leitað var og víðar að frummælendum, þannig var leitað út fyrir raðir félagsmanna og var tilkvaddur Vilhjálmur Arnason, dósent. Formaður vék nokkrum orðum að málþingi félagsins og taldi að enginn vafi hafi leikið á því að efni þess hafði næga skírskotun. Framsöguerindi voru vönduð og undirbúningur góður. Farin vai' fjölskylduferð í Viðey undir leiðsögn Sigurðar Líndal. Þátttakendur voru 45 og tókst ferðin hið besta enda hið fegursta veður. Formaður vék síðan að rekstri félagsins. Nýr framkvæmdastjóri hóf störf í byrjun starfsársins, Helga Jónsdóttir lögfræðingur, og þakkaði formaður henni góð störf, en hún hefði sagt starfi sínu lausu frá 1. janúar 1995 og hefði þetta verið stutt lota en snörp. Tímarit lögfræðinga væri gefið út í hefðbundnu formi og væri fjárhagur góð- ur. Kristín Briem, hdl. hefði verið framkvæmdastjóri á starfsárinu, en starfið væri annasamt og umsvif mikil, t.a.m. hefði orðið að flytja lager tímaritsins einn ganginn enn. Ritstjórum tímaritsins þeim Friðgeiri Björnssyni, dómstjóra og Steingrími Gauti Kristjánssyni, héraðsdómara voru þökkuð vel unnin störf. Friðgeir annast nú einn ritstjórn, en Steingrímur hafði óskað lausnar á árinu. Formaður vék síðan að útgáfu Lögfræðingatalsins, en IV. bindið væri í vinnslu og stefnt væri að útgáfu þess á næsta ári. Varðandi samstarf við félög á Norðurlöndum væri það helst að framkvæmda- stjóri félagsins hefði sótt aðalfund samtaka systurfélaganna. Fundarstjóri gaf síðan orðið laust til gjaldkera félagsins og framkvæmdastjóra tímaritsins. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins voru skýrðir af gjaldkera Sigríði Ingvars- dóttur, héraðsdómara. Tekjur alls voru kr. 3.176.953, gjöld alls kr. 2.496.622 og hagnaður kr. 680.331, en eigið fé félagsins í lok reikningsárs þ.e. pr. 30. sept- ember 1994 kr. 6.190.874. 232
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.