Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 14
Komi upp álitamál í þessu sambandi fyrir dómstóli í EFTA-ríki, getur sá dómstóll eða réttur, ef hann álítur það nauðsynlegt til að geta kveðið upp dóm, farið fram á að EFTA-dómstóllinn gefi slíkt álit. Úrlausn dómstólsins um þetta atriði er reist á því að taka beri mið af röksemd- um sem fram hafi komið í dómum EB-dómstólsins um skýringu á sömu orðum í 177. gr. Rómarsamningsins (Rs.). Er ekki talið skipta máli þótt 1. mgr. 3. gr. ESE-samningsins leggi ekki þá skyldu á herðar EFTA-dómstólsins að byggja á þessum úrlausnum EB-dómstólsins við skýringu á nteginmáli þess samnings. Þetta merkir í reynd að það er ekki talið skipta máli hvort finnska áfrýjunar- nefndin telst dómstóll eða eftir atvikum stjórnvald samkvæmt finnskum lögum. Dóminum ber að meta það sjálfstætt hvort stofnunin geti með hliðsjón af eðli sínu, hlutverki og samsetningu talist dómstóll í skilningi EES-réttar. Þótt ekki sé í dómi EFTA-dómstólsins vísað beinlínis til einstakra dóma EB-dómstólsins þar sem reynt hefur á þetta álitaefni má gera ráð fyrir að þeir hafi verið hafðir til hliðsjónar.17 í dóminum er tekið fram að áfrýjunarnefndin sé föst stofnun sem sett hafi verið á stofn með lögum í ákveðnum tilgangi. Valdsvið áfrýjunarnefndarinnar sé ákveðið í lögum. Þá sé kveðið á um skipan hennar í lögum og að henni beri við úrlausn mála að fara að réttarreglum. Þá er bent á að málsmeðferðin fyrir nefndinni sé hliðstæð málsmeðferð fyrir stjórnsýsludómstólum og að ákvarðan- ir hennar séu bindandi og fullnustuhæfar. í dóminum er sérstaklega tekið fram að aðeins einn aðili komi fyrir áfrýjunamefndina, en bent á að slíkt fyrirkomu- lag sé algengt við málsmeðferð fyrir stjórnsýsludómstólum í Finnlandi, þar á meðal fyrir æðsta stjórnsýsludómstólnum. Þetta sé einnig algengt í Svíþjóð. 17 Helstu dómar sem hér koma til skoðunar eru: Mál nr. 61/65 G. Vaassen v Beambtenfonds voor het Mijnebedrift [1966] ECR 261, mál nr. 43/71 Politi S.A.S. v Ministry ofFinance ofthe Italian Republic [1971] ECR 1039, mál nr. 138/80 Borker [1980] ECR 1975, mál nr. 246/80 Broekmeulen v Huisarts Registratie Commisse [1981] ECR 2311, mál nr. 14/86 Pretore de Sald v X [1987] ECR 2545, mál nr. 67/91 Direciön General de Defensa de la Competenica v. Asociaciön Espahola de Banca Privada (AEB) and Others [1992] ECR 1-4785, mál nr. 24/92 Coribau v Administration de Contributions [1993] ECR1-1277, mál nr. 18/93 Corsica Ferries Italia Srl. v Corpo dei Piloti del Porto di Genova [1994] ECR 1-1783. Sjá nánar um þetta álitaefni í riti K. P. E. Lasok: The European Court ofJustice. Practice and Procedure. 2. útg. London 1994, bls. 555-557. Höfundur telur að af dómaframkvæmd EB-dómstólsins megi ráða að eftirtalin atriði séu höfð í huga þegar metið er hvort stofnun geti talist dómstóll (court or tribunal) í skilningi EB-réttar: 1) um sé að ræða opinbera stofnun, 2) stofnunin fari með vald, sem nánar er afmarkað í lögum og er opinbers réttar eðlis; þetta eigi einkum við um stofnanir sem samkvæmt lögum fari með vald sem tengist framkvæmd Evrópuréttar, 3) lögsaga stofn- unarinnar að því er lýtur að tilteknu ágreiningsefni sé ófrávíkjanleg en ekki valkvæð, 4) máls- meðferð stofnunarinnar sé hliðstæð málsmeðferð fyrir almennum dómstólum, 5) stofnunin fari að lögum í störfum sínum og 6) niðurstöður stofnunarinnar, úrlausnir hennar, séu bindandi fyrir aðila og fullnustuhæfar. 150

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.