Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 14

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 14
Komi upp álitamál í þessu sambandi fyrir dómstóli í EFTA-ríki, getur sá dómstóll eða réttur, ef hann álítur það nauðsynlegt til að geta kveðið upp dóm, farið fram á að EFTA-dómstóllinn gefi slíkt álit. Úrlausn dómstólsins um þetta atriði er reist á því að taka beri mið af röksemd- um sem fram hafi komið í dómum EB-dómstólsins um skýringu á sömu orðum í 177. gr. Rómarsamningsins (Rs.). Er ekki talið skipta máli þótt 1. mgr. 3. gr. ESE-samningsins leggi ekki þá skyldu á herðar EFTA-dómstólsins að byggja á þessum úrlausnum EB-dómstólsins við skýringu á nteginmáli þess samnings. Þetta merkir í reynd að það er ekki talið skipta máli hvort finnska áfrýjunar- nefndin telst dómstóll eða eftir atvikum stjórnvald samkvæmt finnskum lögum. Dóminum ber að meta það sjálfstætt hvort stofnunin geti með hliðsjón af eðli sínu, hlutverki og samsetningu talist dómstóll í skilningi EES-réttar. Þótt ekki sé í dómi EFTA-dómstólsins vísað beinlínis til einstakra dóma EB-dómstólsins þar sem reynt hefur á þetta álitaefni má gera ráð fyrir að þeir hafi verið hafðir til hliðsjónar.17 í dóminum er tekið fram að áfrýjunarnefndin sé föst stofnun sem sett hafi verið á stofn með lögum í ákveðnum tilgangi. Valdsvið áfrýjunarnefndarinnar sé ákveðið í lögum. Þá sé kveðið á um skipan hennar í lögum og að henni beri við úrlausn mála að fara að réttarreglum. Þá er bent á að málsmeðferðin fyrir nefndinni sé hliðstæð málsmeðferð fyrir stjórnsýsludómstólum og að ákvarðan- ir hennar séu bindandi og fullnustuhæfar. í dóminum er sérstaklega tekið fram að aðeins einn aðili komi fyrir áfrýjunamefndina, en bent á að slíkt fyrirkomu- lag sé algengt við málsmeðferð fyrir stjórnsýsludómstólum í Finnlandi, þar á meðal fyrir æðsta stjórnsýsludómstólnum. Þetta sé einnig algengt í Svíþjóð. 17 Helstu dómar sem hér koma til skoðunar eru: Mál nr. 61/65 G. Vaassen v Beambtenfonds voor het Mijnebedrift [1966] ECR 261, mál nr. 43/71 Politi S.A.S. v Ministry ofFinance ofthe Italian Republic [1971] ECR 1039, mál nr. 138/80 Borker [1980] ECR 1975, mál nr. 246/80 Broekmeulen v Huisarts Registratie Commisse [1981] ECR 2311, mál nr. 14/86 Pretore de Sald v X [1987] ECR 2545, mál nr. 67/91 Direciön General de Defensa de la Competenica v. Asociaciön Espahola de Banca Privada (AEB) and Others [1992] ECR 1-4785, mál nr. 24/92 Coribau v Administration de Contributions [1993] ECR1-1277, mál nr. 18/93 Corsica Ferries Italia Srl. v Corpo dei Piloti del Porto di Genova [1994] ECR 1-1783. Sjá nánar um þetta álitaefni í riti K. P. E. Lasok: The European Court ofJustice. Practice and Procedure. 2. útg. London 1994, bls. 555-557. Höfundur telur að af dómaframkvæmd EB-dómstólsins megi ráða að eftirtalin atriði séu höfð í huga þegar metið er hvort stofnun geti talist dómstóll (court or tribunal) í skilningi EB-réttar: 1) um sé að ræða opinbera stofnun, 2) stofnunin fari með vald, sem nánar er afmarkað í lögum og er opinbers réttar eðlis; þetta eigi einkum við um stofnanir sem samkvæmt lögum fari með vald sem tengist framkvæmd Evrópuréttar, 3) lögsaga stofn- unarinnar að því er lýtur að tilteknu ágreiningsefni sé ófrávíkjanleg en ekki valkvæð, 4) máls- meðferð stofnunarinnar sé hliðstæð málsmeðferð fyrir almennum dómstólum, 5) stofnunin fari að lögum í störfum sínum og 6) niðurstöður stofnunarinnar, úrlausnir hennar, séu bindandi fyrir aðila og fullnustuhæfar. 150
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.