Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 15
Niðurstaða dómsins er sú, að öllum atriðum virtum, að áfrýjunamefndin sé
þrátt fyrir allt, í reynd og að lögum, sjálfstæð og hlutlaus stofnun. Þótt hún
sýnist nátengd yfirstjórn tollamála18 sé henni veitt sjálfstæði sem gera verði ráð
fyrir að hún njóti í reynd og málsmeðferðin fyrir henni beri öll einkenni máls-
meðferðar fyrir dómstólum. I því sambandi, og með vísan til áðurgreindra
atvika, er í dóminum sérstaklega bent á að áfrýjunarnefndin og þeir sem þar eigi
sæti hafi hvorki afskipti af ákvörðunum héraðstollyfirvalda í einstökum málum
né af því hvort máli er skotið til æðsta stjórnsýsludómstólsins. Nefndin sé óháð
aðilum í ágreiningsmálum sem fyrir hana era lögð og héraðstollyfirvöldum. Af
þessu leiðir, að áliti dómsins, að ekki sé slíkt stjórnsýslusamband milli áfrýj-
unamefndarinnar og ríkistollstjómarinnar að það útiloki að litið sé á nefndina
sem dómstól eða rétt í skilningi 34. gr. ESE-samningsins.
Með hliðsjón af þessu og með það í huga að tilgangur með ráðgefandi álitum
sé að koma á sérstöku samstarfi milli EFTA-dómstólsins og dómstóla aðildar-
ríkja í því skyni að aðstoða þá síðamefndu við beitingu EES-réttar þar sem það
eigi við, taldi dómurinn að beiðni áfrýjunamefndarinnar um ráðgefandi álit
væri tæk til efnismeðferðar.
b. Athugasemdir um skýringu á EES-samningnum
í upphafi dóms um efnishlið málsins eru sérstaklega áréttuð þau sjónarmið sem
talið er að hafa verði í huga við skýringu einstakra ákvæða EES-samningsins. Þar
er sérstaklega vísað til 4. og 5. málsgreinar aðfaraorða samningsins og áhersla
lögð á að haga beri skýringum einstakra ákvæða til samræmis við þessi aðfaraorð.
I 4. mgr. lýsa samningsaðilar yfir því að þeir hafi sérstaklega í huga það markmið
að mynda öflugt og einsleitt efnahagssvæði er grundvallist á sameiginlegum
reglum og sömu samkeppnisskilyrðum, tryggri framkvæmd, meðal annars fyrir
dómstólum, og jafnrétti, gagnkvæmni og heildaijafnvægi hagsbóta, réttinda og
skyldna samningsaðila. Þá kemur fram í 5. mgr. að samningsaðilar hafi einsett sér
að beita sér fyrir því að frelsi til vömflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi
og fjármagnsflutninga verði sem víðtækast á öllu Evrópska efnahagssvæðinu, svo
og að styrkja og auka samvinnu í jaðarmálum og tengdum málum.
Hér er ljóst að dómurinn hneigist til að beita svokallaðri markmiðstúlkun við
skýringu einstakra ákvæða samningsins. Með því er átt við að lögð sé áhersla á að
skýra og túlka einstök ákvæði samningsins þannig að markmiðum hans verði sem
best náð.19 Það vekur þó athygli að tilvitnuð orð í dóminum eru mjög almenns
eðlis og vísa eftir orðalagi sínu til ákvæða samningsins í heild, en ekki aðeins til
11. og 16. gr. Má því segja að dómstóllinn gefi hér mjög almennar og mikilvægar
leiðbeiningar um aðferðir við skýringar á ákvæðum EES-samningsins.
18 Þau stjómsýslutengsl sem hér er vísað til em þau að samkvæmt finnskum lögum er áfrýjun-
amefnd tollyfirvalda hluti af tollstjóm finnska ríkisins. Þá var sérstaklega höfð í huga sú stað-
reynd að formaður áfrýjunarnefndarinnar er jafnframt æðsti yfirmaður tollstjómarinnar, auk
þess sem aðrir nteðlimir áfrýjunamefndarinnar eru jafnframt starfsmenn tollstjómarinnar.
19 Sjá nánar um túlkunaraðferðir í EB-rétti: Stefán Már Stefánsson: Evrópuréttur, Reykja-
vík 1991, bls. 216-220; Davíð Þór Björgvinsson: Lögskýringar (fjölrit) 1995, bls. 168-172.
151