Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 17
í dóminum er bent á að þetta ákvæði samsvari 36. gr. Rs. Ennfremur er bent á að EB-dómstóllinn hafí jafnan byggt á því að rrkisstjóm aðildarrrkis, sem beri fyrir sig 36. gr. Rs., beri sönnunarbyrðina um það að umdeildar ráðstafanir séu réttlætanlegar á grundvelli þessa ákvæðis. Taldi dómurinn að ekki hefðu verið leiddar líkur að því að nauðsynlegt væri að binda allan innflutning á áfengi við einkaleyfi til þess að ná því markmiði að draga úr skaðlegum áhrifum áfengis- neyslu á heilsu fólks, eða að því markmiði yrði ekki náð með öðrum hætti sem ekki fæli í sér slíkar hindranir á viðskiptum milli EES-landanna. Er bent á í því sambandi að í Finnlandi hafði sami aðili jafnframt einkaleyfi á framleiðslu, smásöludreifingu og útflutningi áfengis. d. 16. gr. EES (Fyrri liður síðari spurningar) I dóminum er talið að í síðari spumingu áfrýjunamefndarinnar felist hvort túlka beri 16. gr. EES-samningsins svo, að frá og með 1. janúar 1994 útiloki hún fyrir- komulag sem byggi á lögbundnu einkaleyfi rikiseinkasölu á innflutningi áfengis. I dóminum kemur fram að ekki sé skylt samkvæmt 16. gr. EES að afnema ríkis- einkasölur. Þar sé aftur á móti með bindandi hætti mælt fyrir um breytingar á slíkum ríkiseinkasölum, svo að tryggt verði að enginn greinarmunur verði gerður á milli ríkisborgara aðildarríkja EB og EFTA-ríkja að því er varðar aðstöðu til að- drátta og markaðssetningar á vömm. Talið er að lögbundinn ríkiseinkarekstur á innflutningi á tilteknum vömm feli jafnframt í sér vald til að stjóma framboði á vörunni á innanlandsmarkaði og þar með hugsanlega verðlagningu. Slíkur einka- réttur á innflutningi vöm feli í sér mismunun bæði gagnvart útflytjendum í öðrum samningsríkjum og neýtendum í viðkomandi samningsríki og sé þar af leiðandi andstæður 16. gr. EES. Það er ekki talið hnekkja þessari niðurstöðu þótt heimilt sé í einstökum tilfellum að veita öðmm aðilum leyfi til innflutnings í nafni ríkis- einkasölunnar. Þá er áréttað að ekki sé í EES-samningnum neitt ákvæði um sér- stakan aðlögunartíma til að koma á nauðsynlegum breytingum á ríkiseinkasölunni og að slíkar breytingar hafi því átt að gera fyrir 1. janúar 1994. e. 16. gr. EES (Síðari liður síðari spurningar) í beiðni áfrýjunamefndarinnar er ennfremur spurt hvort 16. gr. sé nægilega skýr og óskilyrt til þess að hún sé til þess fallin að hafa bein réttaráhrif. í finnsku lögunum, sem lögfestu EES-samninginn þar í landi, kemur fram að ákvæðum landsréttar, sem séu andstæð skýrum og óskilyrtum EES-reglum verði ekki beitt. I dóminum er rakið það lagaumhverfi í Finnlandi sem spumingin er sprottin úr. Þar er einnig vísað til bókunar 35 við EES-samninginn um framkvæmd EES-reglna, þar sem segir að vegna tilvika þar sem komið getur til árekstra milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga í lög- um viðkomandi ríkis, skuldbindi EFTA-ríkin sig til þess að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum. Það er ennfremur talið felast í sliku ákvæði að einstaklingar og lögaðilar geti, þegar reglur lands- réttar og EES-reglur rekast á, borið fyrir sig og krafist réttinda sem leiða af 153

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.