Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 17
í dóminum er bent á að þetta ákvæði samsvari 36. gr. Rs. Ennfremur er bent á að EB-dómstóllinn hafí jafnan byggt á því að rrkisstjóm aðildarrrkis, sem beri fyrir sig 36. gr. Rs., beri sönnunarbyrðina um það að umdeildar ráðstafanir séu réttlætanlegar á grundvelli þessa ákvæðis. Taldi dómurinn að ekki hefðu verið leiddar líkur að því að nauðsynlegt væri að binda allan innflutning á áfengi við einkaleyfi til þess að ná því markmiði að draga úr skaðlegum áhrifum áfengis- neyslu á heilsu fólks, eða að því markmiði yrði ekki náð með öðrum hætti sem ekki fæli í sér slíkar hindranir á viðskiptum milli EES-landanna. Er bent á í því sambandi að í Finnlandi hafði sami aðili jafnframt einkaleyfi á framleiðslu, smásöludreifingu og útflutningi áfengis. d. 16. gr. EES (Fyrri liður síðari spurningar) I dóminum er talið að í síðari spumingu áfrýjunamefndarinnar felist hvort túlka beri 16. gr. EES-samningsins svo, að frá og með 1. janúar 1994 útiloki hún fyrir- komulag sem byggi á lögbundnu einkaleyfi rikiseinkasölu á innflutningi áfengis. I dóminum kemur fram að ekki sé skylt samkvæmt 16. gr. EES að afnema ríkis- einkasölur. Þar sé aftur á móti með bindandi hætti mælt fyrir um breytingar á slíkum ríkiseinkasölum, svo að tryggt verði að enginn greinarmunur verði gerður á milli ríkisborgara aðildarríkja EB og EFTA-ríkja að því er varðar aðstöðu til að- drátta og markaðssetningar á vömm. Talið er að lögbundinn ríkiseinkarekstur á innflutningi á tilteknum vömm feli jafnframt í sér vald til að stjóma framboði á vörunni á innanlandsmarkaði og þar með hugsanlega verðlagningu. Slíkur einka- réttur á innflutningi vöm feli í sér mismunun bæði gagnvart útflytjendum í öðrum samningsríkjum og neýtendum í viðkomandi samningsríki og sé þar af leiðandi andstæður 16. gr. EES. Það er ekki talið hnekkja þessari niðurstöðu þótt heimilt sé í einstökum tilfellum að veita öðmm aðilum leyfi til innflutnings í nafni ríkis- einkasölunnar. Þá er áréttað að ekki sé í EES-samningnum neitt ákvæði um sér- stakan aðlögunartíma til að koma á nauðsynlegum breytingum á ríkiseinkasölunni og að slíkar breytingar hafi því átt að gera fyrir 1. janúar 1994. e. 16. gr. EES (Síðari liður síðari spurningar) í beiðni áfrýjunamefndarinnar er ennfremur spurt hvort 16. gr. sé nægilega skýr og óskilyrt til þess að hún sé til þess fallin að hafa bein réttaráhrif. í finnsku lögunum, sem lögfestu EES-samninginn þar í landi, kemur fram að ákvæðum landsréttar, sem séu andstæð skýrum og óskilyrtum EES-reglum verði ekki beitt. I dóminum er rakið það lagaumhverfi í Finnlandi sem spumingin er sprottin úr. Þar er einnig vísað til bókunar 35 við EES-samninginn um framkvæmd EES-reglna, þar sem segir að vegna tilvika þar sem komið getur til árekstra milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra settra laga í lög- um viðkomandi ríkis, skuldbindi EFTA-ríkin sig til þess að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum. Það er ennfremur talið felast í sliku ákvæði að einstaklingar og lögaðilar geti, þegar reglur lands- réttar og EES-reglur rekast á, borið fyrir sig og krafist réttinda sem leiða af 153
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.