Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 22
sem gengið hafa eftir undimtun EES-samningsins. Með hliðsjón af þessum sjónarmiðum tók dómstóllinn síðan afstöðu til þess hvort líta mætti á ráðstöfun eftirlitsstofnunarinnar á málinu sem ákvörðun og hvort bera mætti þá ákvörðun undir EFTA-dómstólinn til endurskoðunar. Loks tók dómstóllinn afstöðu til mótmæla ESA við aðild samtakanna SSGA að ógildingarkröfunni. Niðurstaða dómsins var sú að öllum frávísunarástæðum ESA var hafnað og málið talið tækt til meðferðar fyrir dómstólnum. Túlkun ESE-samningsins og dómar EB-dómstólsins í dóminum er vísað til Restamark málsins um það að skýra verði ákvæði ESE-samningsins og þau hugtök sem þar eru notuð með hliðsjón af röksemdum þeim sem áhrif hafa haft á skýringar EB-dómstólsins á hugtökum og efnis- atriðum EB-réttar.29 Þá er í dóminum vísað til 2. mgr. 3. gr. ESE-samningsins um það að dómstólnum beri að taka mið af þeim meginsjónarmiðum sem leiða megi af dómum EB-dómstólsins eftir undirritun EES-samningsins 2. maí 1992. Þannig sé rétt að taka mið af dómum EB-dómstólsins og úrlausnum fyrra dómstigsins, m.a. um skýringu á því, hvað felist í orðinu ákvörðun, sem sætt geti endurskoðun og hver geti átt aðild að ógildingarmáli.30 Var ákvörðun eftirlitsstofnunarinnar „ákvörðun” í skilningi ESE-samningsins? ESA byggði á því að engin formleg ákvörðun hefði falist í bréfi stofnunar- innar til samtakanna SSGA, en með kvörtunina hefði verið farið eins og hverja aðra kvörtun sem ekki ætti undir valdsvið stofnunarinnar. Þar sem laga- leg áhrif tilkynningarinnar hefðu engin verið, gæti hún ekki sætt endurskoðun EFTA-dómstólsins. í dóminum er aftur á móti talið ljóst, samkvæmt gögnum málsins, að ákvörðun hafi verið tekin um að ljúka málinu og að efni þeirrar ákvörðunar hafi verið tilkynnt samtökunum. Bréfið hafi verið undirritað af eftirlitsfulltrúa stofnunarinnar sem ábyrgur var fyrir málum um ríkisstyrki og hafi óbeint falið í sér höfnun á þeirri kröfu að réttmæti kvörtunar samtakanna yrði rannsakað. Dómstóllinn vísar til þess að þessi niðurstaða eigi sér hliðstæðu í fordæmum Evrópudómstólsins þar sem reynt hafi á skyld álitaefni.31 29 Sjá hér að framan í kafla III 1.3 a. um rökstuðning EFTA-dómstólsins í Restamark málinu. 30 EFTA-dómstóllinn féllst ekki á þá röksemd eftirlitsstofnunarinnar, að dómar EB-dóm- stólsins á fyrsta dómstigi (Court of First Instance, CFI) hefðu ekki þýðingu við túlkun EES- réttar, enda væri hér ekki um tvær aðskildar stofnanir að ræða innan Evrópuréttarins. 31 Dómurinn vísaði hér til mála nr. 23, 24 og 52/63, Usines Henricot et al. v High Authority, [1963] ECR 217, (bls. 224), máls nr. 28/63, Hoogovens v Higli Authority, [1963] ECR 231, (bls. 236), og mála nr. 53 og 54/63, Lemmerz-Werke et al. v Higli Authority, [1963] ECR 239, (bls. 248); sjá einnig mál dæmt af EB-dómstólnum á fyrsta dómstigi, mál nr. C-198/91 Cook v Commission, [1993] ECR 1-2487. 158
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.