Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 32
innar og var því slegið föstu að sendiríkisregla tilskipunarinnar ætti við og leiddi til þess að viðtökuríki gæti ekki takmarkað útsendingar auglýsinga á yfir- ráðasvæði sínu, ef útsendingar þessar uppfylltu kröfur sendiríkisins. Strangari kröfur yrðu ekki gerðar í viðtökuríkinu. Þar sem það leiddi þegar af ákvæðum tilskipunarinnar að ákvæðum norsku viðskipta- og útvarpslöggjafarinnar yrði ekki beitt um auglýsingar Mattel og Lego taldi dómstóllinn ekki þörf á að svara annarri og þriðju spurningu markaðsráðsins, sem lutu að túlkun ákvæða 36. gr. og 11. sbr. 13. gr. EES- samningsins, þ.e.a.s. túlkun á reglum samningsins um frjálsa þjónustustarfsemi og frjálsa vöruflutninga innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þessi ákvæði EES- samningsins eru sambærileg ákvæðum 59. gr. og 30. sbr. 36. gr. Rs. A hinn bóginn er athyglisvert, að dómstóllinn nefnir að eigin frumkvæði tilskipun ráðsins 84/450/EBE, sem lýtur að villandi auglýsingum, og bendir á möguleika samningsríkja að takmarka útsendingar auglýsinga sem teljast villandi. Þetta er mikilvæg ábending, enda felst í ákvæðum þessarar tilskipunar heimild fyrir samningsríki að setja strangari kröfur en lágmarkskröfur tilskipunarinnar setja, séu reglurnar settar í þágu neytendaverndar og almannahagsmuna, en þar undir falla sjónarmið um vernd barna og ungmenna.39 Innan Evrópusambandsins hafa þessi málefni verið nokkuð til umfjöllunar og hefur einkum borið á þeirri skoðun tiltekinna samningsríkja, svo sem Svíþjóðar og Grikklands, að með ákvæðum landslaga hvers samningsríkis megi takmarka rétt til útsendinga sem beint er að börnum, enda miði takmarkanimar að því að vemda böm og ungmenni. Af hálfu andmælenda er bent á þau grundvallar- markmið Rs. að tryggja frjálsa vöruflutninga og þjónustustarfsemi og talið að allar reglur sem takmarki útsendingu auglýsinga séu til þess fallnar að vinna gegn meginmarkmiðum Rs. Takmarkanir á útsendingum frá öðrum samningsríkjum, þ. á m. takmarkanir samkvæmt tilskipun 85/450/EBE geti því brotið gegn 30. gr. Rs. um frjálsa vöruflutninga og 59. gr. um frjálsa þjónustustarfsemi.40 Þess má til fróðleiks geta að væntanlega mun EB-dómstóllinn fljótlega kveða upp úr um sum þessara atriða sem nefnd hafa verið. Sænski markaðsdóm- stóllinn hefur sent beiðni um forúrskurð til EB-dómstólsins í þremur málum 39 Þessi tilskipun mælir aðeins fyrir unt samræmingu að hluta, sjá 7. gr. tilskipunarinnar, og er samningsríkjum því heimilt að setja strangari kröfur en leiðir af lágmarkskröfum tilskipunarinnar. Sjá um þetta efni Mike Pullen, „TV Advertising within the EU and EEA”, European Competition Law Review, 1995, bls. 478-483, einkum bls. 481 o.áfr. 40 Sjá Mike Pullen, í sömu grein, bls. 482. Höfundur bendir hér á, að hvað sem öðru líði verði strangari kröfur, sem kunna að verða gerðar samkvæmt tilskipun 84/450, að vera í samræmi við 30. og 59. gr. Rs., þar sem tilskipunin sjálf geymi ekki ákvæði um meðalhóf og bann við mismunun. Hins vegar bendir hann einnig á, að eftir dóm EB-dómstólsins í Keck málinu (mál C-267 og C-268/91, Keck and Mihouard [1993] ECR 1 6097, og síðan Leclerc (C-412/93) og Commission v Greece (C-391/92) geti verið erfitt að fá úr því skorið hvort takmarkanir á útsendingu auglýsinga sem byggjast á lögmætum sjónarmiðum og fela ekki í sér mismunun eftir þjóðerni feli í sér takmarkanir á frjálsum vöruflutningum samkvæmt 30. gr„ nema um brot á meðalhófsreglu sé að ræða. 168
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.