Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 35
hnekkja því mati.44 Það sé ekki hlutverk EFTA-dómstólsins að meta það sérstaklega hvort sænski dómstóllinn muni hafa not fyrir álitið eða ekki þegar upp er staðið. b. Efnisúrlausn I dóminum er bent á að 10. gr. tilskipunarinnar veiti aðildarríkjum svigrúm til að víkja frá meginreglum tilskipunarinnar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir misnotkun ábyrgðarkerfisins. Við mat á því hvort sænska reglan rúmaðist innan þess yrði að taka mið af tilskipuninni í heild og markmiði hennar. Af tilskip- uninni verði ráðið að tilgangur hennar sé að veita launþegum lágmarksvernd og tryggja þeim greiðslu launa við gjaldþrot vinnuveitanda.45 í viðaukum við EES-samninginn sé að finna vissar undanþágur fyrir Svíðþjóð, sem eigi ekki við í þessu máli. Miða eigi við að allar undanþágur frá meginreglum til- skipunarinnar séu skýrðar þröngt. Það sjónarmið sé m.a. staðfest í dómafram- kvæmd EB-dómstólsins.46 Sænska ríkið hélt því ennfremur fram að regla sænsku laganna væri sett til þess að koma í veg fyrir misnotkun ábyrgðarkerfisins. í niðurstöðum dómsins kemur fram, að þegar höfð séu í huga þau þjóðfélagslegu markmið sem til- skipuninni sé ætlað að ná og eðli 10. gr. a sem undantekningarreglu megi ekki skilja undantekingarregluna svo að hún heimili hvers kyns aðgerðir sem hamli gegn misnotkun. Skýra beri greinina þröngt þannig að þær ráðstafanir sem á henni séu reistar séu árangursríkar og hóflegar. Þetta styðjist einnig við orða- lagið þar sem fram komi að aðgerðir þurfi að vera nauðsynlegar til að komast hjá misnotkun. Ríki sem setji reglur beri sönnunarbyrðina fyrir því að þær ráð- stafanir sem gripið sé til á grundvelli þeirra séu nauðsynlegar. í dóminum er tal- ið að ekkert hafi komið fram sem styðji það að nauðsynlegt sé að hafa reglu af því tagi sem í sænsku lögunum sé að finna, sem unnt sé að beita við þær að- stæður sem þar er lýst, án þess að í raun þurfi að sýna fram á að um misnotkun hafi verið að ræða. 4.4 Athugasemdir Dómurinn gefur ekki tilefni til mikilla athugasemda. í honum er talið að undantekingarreglan í 10. gr. a í nefndri tilskipun heimili ekki reglu af því tagi 44 í dóminum er sérstaklega vísað til máls C-41/93 Leclerc-Siplec, einkum málsgrein 10-13. í því máli var fjallað um þá ákvörðun dómstóls í Frakklandi að senda beiðni um forúrskurð til Evrópudómstólsins. Þar kemur fram að sá dómstóll sem sendir beiðni þekki best til aðstæðna í málinu og sé í bestri aðstöðu til að meta hvort þörf sé á forúrskurði til þess að gera honum kleift að komast að niðurstöðu í málinu. Þar af leiðandi var talið að svo lengi sem spurningin snerti túlkun á ákvæðum EB-réttar verði Evrópudómstóllinn að kveða upp forúrskurð. Aðeins í málum þar sem málaferli snerta á engan hátt EB-rétt hafi dómstóllinn ekki lögsögu til að kveða upp forúrskuð. Þá sé það ekki á valdi hans að kveða upp forúrskurð í máli þar sem ekki sé til staðar raunverulegur ágreiningur. 45 Vísað er til máls 22/87 Commission v Italy [1989] ECR 143 (7. málsgr.). 46 Sérstaklega er vísað til máls C-58/88 Commission v Greece [1990] ECR 3917 (málsgr. 19). 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.