Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 41
með venjulegum hætti eftir starfsmönnum gæfi það aftur á móti til kynna að hann væri að bæta við sig starfsmönnum. Aðstæður við ráðningu eða yfirtöku starfs- manna væri því til þess fallið að hafa áhrif á heildarmat dómstóls í aðildarríki um það hvort um aðilaskipti væri að ræða. c. Tilskipanir um opinber innkaup Spuming 3 laut að því hvort það hefði áhrif á beitingu tilskipunar 77/187/EBE í aðstöðu sem þessari ef tilskipanir EB um opinber innkaup ættu við. í spumingu Gulating lagmannsrett var vísað til tilskipana ráðsins 80/767/EBE og 88/295/EBE, sem fjalla um opinber innkaup. Lögmaður fyirtækisins SC benti hins vegar á að rétt væri að vísa til tilskipunar 90/531/EBE um reglur um innkaup stofnana sem sinna vatnsveitu, orkuveitu, flutningum og fjarskiptum, sbr. síðar tilskipun 93/38/EBE um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti.53 EFTA-dómstóllinn tók fram að það kæmi ekki fram í gögnum málsins eins og það lá fyrir hvort þær tilskipanir sem vísað var til ættu við í málinu. Dóm- stóllinn leysti hins vegar almennt úr því álitaefni um túlkun tilskipunar 77/187/EBE sem fólst í spurningu norska dómstólsins og virðist í svari sínu fallast á sjónarmið þau sem komið höfðu fram af hálfu bresku ríkisstjórnarinn- ar, Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar EB, að bæði samkvæmt orðalagi tilskipunarinnar og tilgangi hennar væri gildissvið hennar almennt og ekki takmarkað af tilskipunum á öðrum sviðum réttarins. EFTA-dómstóllinn sagði, að ekkert væri fram komið í málinu sem leiddi til takmörkunar á beitingu ákvæða tilskipunar 77/187/EBE. d. Lífeyrisréttindi Annað meginálitaefni sem leysa þurfti úr í málinu var skýring á 3. mgr. 3. gr. tilskipunar 77/187/EBE. Með spumingu 4 leitaði norski dómstóllinn eftir leiðbeiningum um það hvemig túlka skyldi þetta undantekningarákvæði í til- skipuninni, en skýring á norskum ákvæðum gat oltið á því hvernig tilskipunin skyldi skýrð. í 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar er mælt fyrir um það að réttindi og skyldur vinnu- veitanda (afsalsgjafa), samkvæmt ráðningarsamningum eða ráðningarsamböndum sem í gildi eru við aðilaskipti, skuli flytjast til nýs vinnuveitanda (afsalshafa). Einnig er mælt fyrir um það í 2. mgr. 3. gr. að nýr vinnuveitandi skuli virða skilmála sem ákveðnir eru í kjarasamningum og bundu fyrri vinnuveitanda, þegar um aðilaskipti er að ræða samkvæmt 1. gr. tilskipunarinnar. í 3. mgr. 3. gr. segir svo: 53 Vísað er til þessara gerða undir tölulið 4 í Viðauka XVI við EES samninginn. Sjá breytingu á síðamefndu tilskipuninni með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 7/94 frá 21. mars 1994, sbr. og tilskipun 94/22/EBE, sem vísað er til í 12 lið í Viðauka IV við EES samninginn, eins honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 17/95 frá 5. apríl 1995. 177

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.