Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 41
með venjulegum hætti eftir starfsmönnum gæfi það aftur á móti til kynna að hann væri að bæta við sig starfsmönnum. Aðstæður við ráðningu eða yfirtöku starfs- manna væri því til þess fallið að hafa áhrif á heildarmat dómstóls í aðildarríki um það hvort um aðilaskipti væri að ræða. c. Tilskipanir um opinber innkaup Spuming 3 laut að því hvort það hefði áhrif á beitingu tilskipunar 77/187/EBE í aðstöðu sem þessari ef tilskipanir EB um opinber innkaup ættu við. í spumingu Gulating lagmannsrett var vísað til tilskipana ráðsins 80/767/EBE og 88/295/EBE, sem fjalla um opinber innkaup. Lögmaður fyirtækisins SC benti hins vegar á að rétt væri að vísa til tilskipunar 90/531/EBE um reglur um innkaup stofnana sem sinna vatnsveitu, orkuveitu, flutningum og fjarskiptum, sbr. síðar tilskipun 93/38/EBE um samræmingu reglna um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti.53 EFTA-dómstóllinn tók fram að það kæmi ekki fram í gögnum málsins eins og það lá fyrir hvort þær tilskipanir sem vísað var til ættu við í málinu. Dóm- stóllinn leysti hins vegar almennt úr því álitaefni um túlkun tilskipunar 77/187/EBE sem fólst í spurningu norska dómstólsins og virðist í svari sínu fallast á sjónarmið þau sem komið höfðu fram af hálfu bresku ríkisstjórnarinn- ar, Eftirlitsstofnunar EFTA og framkvæmdastjórnar EB, að bæði samkvæmt orðalagi tilskipunarinnar og tilgangi hennar væri gildissvið hennar almennt og ekki takmarkað af tilskipunum á öðrum sviðum réttarins. EFTA-dómstóllinn sagði, að ekkert væri fram komið í málinu sem leiddi til takmörkunar á beitingu ákvæða tilskipunar 77/187/EBE. d. Lífeyrisréttindi Annað meginálitaefni sem leysa þurfti úr í málinu var skýring á 3. mgr. 3. gr. tilskipunar 77/187/EBE. Með spumingu 4 leitaði norski dómstóllinn eftir leiðbeiningum um það hvemig túlka skyldi þetta undantekningarákvæði í til- skipuninni, en skýring á norskum ákvæðum gat oltið á því hvernig tilskipunin skyldi skýrð. í 1. mgr. 3. gr. tilskipunarinnar er mælt fyrir um það að réttindi og skyldur vinnu- veitanda (afsalsgjafa), samkvæmt ráðningarsamningum eða ráðningarsamböndum sem í gildi eru við aðilaskipti, skuli flytjast til nýs vinnuveitanda (afsalshafa). Einnig er mælt fyrir um það í 2. mgr. 3. gr. að nýr vinnuveitandi skuli virða skilmála sem ákveðnir eru í kjarasamningum og bundu fyrri vinnuveitanda, þegar um aðilaskipti er að ræða samkvæmt 1. gr. tilskipunarinnar. í 3. mgr. 3. gr. segir svo: 53 Vísað er til þessara gerða undir tölulið 4 í Viðauka XVI við EES samninginn. Sjá breytingu á síðamefndu tilskipuninni með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 7/94 frá 21. mars 1994, sbr. og tilskipun 94/22/EBE, sem vísað er til í 12 lið í Viðauka IV við EES samninginn, eins honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 17/95 frá 5. apríl 1995. 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.