Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 47
og launþega að semja sig frá því. Launþegi gæti því ekki, með lögmætum hætti, samþykkt óhagstæðar breytingar á starfskjörum sínum og það þótt önnur atriði kæmu á móti sem leiddu til þess að breytingamar væm ekki óhagstæðar þegar á heildina væri litið. Hins vegar væri tilskipuninni aðeins ætlað að stuðla að samræmingu að hluta á löggjöf aðildarlandanna en ekki allsherjarsamræmingu á réttindum launþega. Þannig veitti tilskipunin aðeins þá vernd að launþegi nyti sömu starfskjara hjá nýjum vinnuveitanda og hann naut hjá fyrri vinnuveitanda.56 Af því leiddi að þær breytingar á vinnusamningi sem fyrri vinnuveitanda væri samkvæmt lögum heimilt að gera, gæti nýr vinnuveitandi einnig gert ef þessar breytingar ættu ekki rót að rekja til aðilaskipta að atvinnurekstri. Svör EFTA-dómstólsins við spurningum Stavanger byrett voru eftirfarandi: 1. Samkvæmt 3. mgr. 3. gr. gerðar þeirrar sem vísað er til í 23. lið í XVIII viðauka við EES-samninginn (tilskipun ráðsins 77/187/EBE frá 14. febrúar 1977, um samræm- ingu á lögum aðildaníkjanna um vernd launþega við eigendaskipti að fyrirtækjum, atvinnurekstri eða hluta atvinnurekstrar) bindur skylda vinnuveitanda til að greiða iðgjöld til frjálsra lífeyristrygginga vegna starfsmanns ekki nýjan vinnuveitanda eftir aðilaskipti að atvinnurekstri. 2. Launþegi getur ekki afsalað sér þeim réttindum sem hann nýtur samkvæmt ófrá- víkjanlegum ákvæðum tilskipunar 77/187/EBE, sbr. EES-samninginn, og það þótt óhagstæðar breytingar á vinnusamningi leiði ekki til þess, þegar á heildina er litið að hann standi verr að vígi en fyrr. Þó kemur tilskipunin ekki í veg fyrir að launþegi sam- þykki breytingar á vinnusamningi sínum ef slíkar breytingar eru heimilar samkvæmt lögum aðildarríkis í öðrum tilvikum en þegar um aðilaskipti að fyrirtækjum er að ræða. 6.3 Athugasemdir Þetta álit gefur ekki tilefni til mikilla athugasemda. Þó má e.t.v. benda á, að EFTA-dómstóllinn gefur í þessu tilviki mjög almennt svar við fyrri spuming- unni og lýtur svarið eingöngu að því hvernig þessi tiltekna málsgrein 3. gr. til- skipunarinnar skuli skýrð. Eins og rakið var hér að framan veitir svar dómstóls- ins þannig leiðbeiningar um túlkun tilskipunarinnar sem áhrif getur haft við túlkun þeirrar löggjafar sem breytti norskri löggjöf til samræmis við ákvæði til- skipunarinnar. Það kemur svo í hlut dómstóls í aðildarríki að skýra ákvæði inn- lendrar löggjafar með hliðsjón af túlkun tilskipunarinnar og eftir atvikum með hliðsjón af öðrum sjónarmiðum, s.s. löggjafarvilja við setningu laganna, sem og að heimfæra staðreyndir málsins undir þessi lagaákvæði. IV. LOKAORÐ Hér hafa verið reifaðir og raktir nokkrir dómar EFTA-dómstólsins á tíma- bilinu 1. janúar 1994 til 30. júní 1995. Dómarnir eru fáir og rétt að gætahófsemi 56 Hér vísaði EFTA-dómstóllinn enn til dómaframkvæmdar EB-dómstólsins, einkum til máls nr. 105/84, Foreningen af Arbejdsledere i Danmark v Danmols Inventar [1985] ECR 2639. 183
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.