Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Síða 51
rétti4 og er á frönsku nefnd „détournement de procédure“, en í dönskum stjórn- svslurétti er hún ýmist nefnd „procedurefordrejning“ eða „procesforvridning“. Arið 1947 var fyrst farið að greina á milli þessarar reglu og valdníðslu í fræði- legri umfjöllun.5 6 í frönskum stjórnsýslurétti og reyndar víðar er ýmist fjallað um þessa reglu, sem sérstakan hluta valdníðslifi eða sem sjálfstæða reglu.7 8 í dönskum stjórnsýslurétti hefur myndast sú hefð að fjalla um regluna sem sjálf- stæða reglu. I umfjöllun fræðimanna hefur oft verið fjallað um regluna sem málsmeðferð- arreglu.% Þótt reglan sé í eðli sínu málsmeðferðarregla, hefur hún samt aðallega þýðingu við ákvörðun stjórnvalda um efni matskenndra stjómvaldsákvarðana. Akvarðar reglan þá, að óheimilt sé að byggja ákvörðun um meðferð máls á til- teknum sjónarmiðum, en það getur aftur haft áhrif á það hvert efni ákvörðunar í málinu verður. Þannig má segja, að reglan fáist, eins og valdníðsla, við ómál- efnaleg sjónarmið, þótt með ólíkum hætti sé. Þegar stjórnvald fær mál til úrlausnar, kemur stundum upp sú staða, að hægt er að leggja það í fleiri en einn farveg til úrlausnar þess. Þegar svo stendur á, er aðstaðan oft sú, að það fer eftir þeirri niðurstöðu, sem stefnt er að, hverjum málsmeðferðarreglum ber að fylgja lögum samkvæmt við undirbúning og úr- lausn málsins. Aðstaðan getur þá verið sú, að valið standi á milli tveggja kosta. Ef ákveðið er að stefna að niðurstöðunni X, þá getur verið lögákveðið að fylgja beri einfaldri og fábrotinni málsmeðferð til undirbúnings og úrlausnar málsins. Ef ákveðið er hins vegar að stefna að niðurstöðunni Y, getur verið lögákveðið að fylgja beri mun vandaðri, tímafrekari og fyrirhafnarmeiri málsmeðferð. Þeg- ar val á niðurstöðu máls stendur á milli tveggja slrkra kosta, og stjórnvald ákveður að stefna að niðurstöðunni X, íþvískyni að komast hjá því að fara með málið samkvæmt hinni tímafrekari og fyrirhafnarmeiri málsmeðferð, sem fylgt hefði niðurstöðu Y, hefur stjórnvald brotið gegn þessari óskráðu grundvallar- reglu, sem hér er til umfjöllunar. Það sjónarmið, að ákveða niðurstöðu máls með það að markmiði að komast hjá því að fara með mál eftir flóknari og tímafrekari málsmeðferð, er ómálefnalegt. Hafi efni ákvörðunar verið ákveðið á grundvelli slíks sjónarmiðs, hefur stjómvald misbeitt valdi sínu við val á leiðum til úrlausnar máls. Beiting þessarar óskráðu meginreglu fer oftast fram í tveimur áföngum: (1) Fyrst þarf að kanna hvort stjómvald hafi í raun val um að leggja mál í fleiri en einn farveg og leysa úr því. Þessari spumingu er svarað með túlkun á þeim réttarheimildum, sem stjórnvaldsákvörðun byggist á. Kemur þá oft í ljós að um 4 Sjá t.d. Auby, J.M og R. Drago, Traité de contentieux administratif bls. 415 og Raynaud, J., Le détoumement de procédure. 5 Sbr. Auby, J.M og R. Drago, Traité de contentieux administratif bls. 415. 6 Brown, L.N. og J. S. Bell, French Administrative Law, bls. 234. 7 Sbr. Auby, J.M. og R. Drago, Traité de contentieux administratif bls. 415. 8 Christensen, B., Foivaltnignsret-opgaver, hjemmel, organisation. bls. 218. 187
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.