Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 54
stjómsýslulaga nr. 37/1993 við meðferð máls, að svo miklu leyti sem ekki er á
annan veg mælt fyrir í yngri lögum sem ætlað er að ganga þeim framar.
Hér á eftir verða rakin nokkur tilvik, þar sem mál hefur verið lagt í rangan
farveg til úrlausnar, þegar svo hefur staðið á, að ástæða starfsloka hefur verið
brot starfsmanns á starfsskyldum sínum.
4.2 Heimild til uppsagnar annarra ríkisstarfsmanna en embættismanna
Starfslok ríkisstarfsmanna í gildistíð laga nr. 38/1954 gátu meðal annars orð-
ið með uppsögn ríkisstarfsmanns að undangenginni fremur einfaldri málsmeð-
ferð, enda styddist uppsagnarheimild við lög eða samninga, og hins vegar með
frávikningu ríkisstarfsmanns úr starfi í tilefni af því að hann hafði gerst brotleg-
ur við starfsskyldur sínar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og undangeng-
inni öllu flóknari málsmeðferð, eins og kemur fram í ákvæðum 7.-11. gr. laga
nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. í 1. málsl. og 2. málsl.
1. mgr. 44. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er
enn byggt á svipaðri aðgreiningu á uppsagnarástæðum svo og málsmeðferð að
því er varðar almenna ríkisstarfsmenn.
í áliti umboðsmanns Alþingis frá 15. febrúar 1996 í máli nr. 1296/1994, er
fjallað um mál, sem snertir skilin á milli uppsagnar og frávikningar. Þar var í
ljós leitt að ríkisstarfsmanni hafði verið sagt upp störfum vegna óhlýðni við lög-
mæt fyrirmæli yfirmanns svo og vegna ósæmilegrar framkomu í starfi.
Umboðsmaður Alþingis benti á, að áður en ríkisstarfsmanni væri veitt lausn
frá störfum, yrði að taka afstöðu til þess, á hvaða lagagrundvelli það yrði gert.
Kæmi til greina að gera það með uppsögn, yrði að taka til athugunar, hvort þær
ástæður og sjónannið, er byggju að baki ákvörðun um lausn ríkisstarfsmanns frá
störfum, heimiluðu að gera það með uppsögn. Hér kæmi sérstaklega til athug-
unar hvenær heimilt væri að beita uppsögn og hvenær skylt væri að fara með mál
skv. 7.-11. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Umboðsmaður benti á, að heimild stjórnvalda til þess að segja upp ríkisstarfs-
mönnum væri sett ákveðin takmörk af ákvæðum laga. I 7.-11. gr. laga nr.
38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, væru ákvæði, sem fjölluðu
um skilyrði þess, að rrkisstarfsmanni yrði veitt lausn úr starfi um stundarsakir eða
að fullu, vegna meintra misfellna ístarfi. I 2. málsgr. 7. gr. laga nr. 38/1954 væru
tilgreindar þær ástæður, sem réttlættu að veita starfsmanni lausn um stundarsakir,
á meðan mál væri rannsakað, svo upplýst yrði, hvort rétt væri að veita honum
lausn að fullu eða láta hann aftur taka við starfí sínu, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna.
Umboðsmaður taldi ljóst, að markmið 7.-11. gr. laga nr. 38/1954 væri að veita
rfkisstarfsmönnum ákveðið réttaröryggi, með því að þeim yrði almennt ekki
vikið úr starfi vegna meintra misfellna í því, nema fylgt hefði verið vandaðri
málsmeðferð samkvæmt þeim lögum, og nú einnig stjómsýslulögum nr.
37/1993, sem fælist meðal annars í tryggilegri rannsókn á hinum meintu mis-
fellum í starfi og rétti starfsmanns til þess að tala máli sínu, áður en rökstudd
og skrifleg ákvörðun væri tekin um lausn starfsmanns. Þá yrði ríkisstarfsmanni
190