Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Qupperneq 54
stjómsýslulaga nr. 37/1993 við meðferð máls, að svo miklu leyti sem ekki er á annan veg mælt fyrir í yngri lögum sem ætlað er að ganga þeim framar. Hér á eftir verða rakin nokkur tilvik, þar sem mál hefur verið lagt í rangan farveg til úrlausnar, þegar svo hefur staðið á, að ástæða starfsloka hefur verið brot starfsmanns á starfsskyldum sínum. 4.2 Heimild til uppsagnar annarra ríkisstarfsmanna en embættismanna Starfslok ríkisstarfsmanna í gildistíð laga nr. 38/1954 gátu meðal annars orð- ið með uppsögn ríkisstarfsmanns að undangenginni fremur einfaldri málsmeð- ferð, enda styddist uppsagnarheimild við lög eða samninga, og hins vegar með frávikningu ríkisstarfsmanns úr starfi í tilefni af því að hann hafði gerst brotleg- ur við starfsskyldur sínar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og undangeng- inni öllu flóknari málsmeðferð, eins og kemur fram í ákvæðum 7.-11. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. í 1. málsl. og 2. málsl. 1. mgr. 44. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er enn byggt á svipaðri aðgreiningu á uppsagnarástæðum svo og málsmeðferð að því er varðar almenna ríkisstarfsmenn. í áliti umboðsmanns Alþingis frá 15. febrúar 1996 í máli nr. 1296/1994, er fjallað um mál, sem snertir skilin á milli uppsagnar og frávikningar. Þar var í ljós leitt að ríkisstarfsmanni hafði verið sagt upp störfum vegna óhlýðni við lög- mæt fyrirmæli yfirmanns svo og vegna ósæmilegrar framkomu í starfi. Umboðsmaður Alþingis benti á, að áður en ríkisstarfsmanni væri veitt lausn frá störfum, yrði að taka afstöðu til þess, á hvaða lagagrundvelli það yrði gert. Kæmi til greina að gera það með uppsögn, yrði að taka til athugunar, hvort þær ástæður og sjónannið, er byggju að baki ákvörðun um lausn ríkisstarfsmanns frá störfum, heimiluðu að gera það með uppsögn. Hér kæmi sérstaklega til athug- unar hvenær heimilt væri að beita uppsögn og hvenær skylt væri að fara með mál skv. 7.-11. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Umboðsmaður benti á, að heimild stjórnvalda til þess að segja upp ríkisstarfs- mönnum væri sett ákveðin takmörk af ákvæðum laga. I 7.-11. gr. laga nr. 38/1954, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, væru ákvæði, sem fjölluðu um skilyrði þess, að rrkisstarfsmanni yrði veitt lausn úr starfi um stundarsakir eða að fullu, vegna meintra misfellna ístarfi. I 2. málsgr. 7. gr. laga nr. 38/1954 væru tilgreindar þær ástæður, sem réttlættu að veita starfsmanni lausn um stundarsakir, á meðan mál væri rannsakað, svo upplýst yrði, hvort rétt væri að veita honum lausn að fullu eða láta hann aftur taka við starfí sínu, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna. Umboðsmaður taldi ljóst, að markmið 7.-11. gr. laga nr. 38/1954 væri að veita rfkisstarfsmönnum ákveðið réttaröryggi, með því að þeim yrði almennt ekki vikið úr starfi vegna meintra misfellna í því, nema fylgt hefði verið vandaðri málsmeðferð samkvæmt þeim lögum, og nú einnig stjómsýslulögum nr. 37/1993, sem fælist meðal annars í tryggilegri rannsókn á hinum meintu mis- fellum í starfi og rétti starfsmanns til þess að tala máli sínu, áður en rökstudd og skrifleg ákvörðun væri tekin um lausn starfsmanns. Þá yrði ríkisstarfsmanni 190
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.