Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Blaðsíða 60
hvort ekki höfð uppi eða ekki lá fyrir af hvaða ástœðu starfslok starfsmanns höfðu verið ákveðin. Hér má sem dæmi nefna dóm Hæstaréttar frá 12. desem- ber 1974 um uppsögn bryta á Vinnuhælinu að Litla-Hrauni (H 1974 1170). Þar svaraði ráðuneytið fyrirspurn brytans um ástæður fyrir uppsögn einfaldlega svo, „að ráðuneytinu [þætti] ekki ástæða til að greina tilteknar ástæður fyrir uppsögninni“.19 Það er því aðallega með tilkomu stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sem fór að reyna á, hvort sú óskráða meginregla, sem hér hefur verið til um- ræðu, hefur verið brotin í slíkum rnálum, sem að framan greinir, svo og raunar einnig skráðar og óskráðar efnisreglur stjórnsýsluréttarins, s.s. reglan um vald- níðslu, jafnræðisreglan, meðalhófsreglan o.fl. 5. ENDURSKOÐUN DÓMSTÓLA Á GILDI STJÓRNVALDSÁKVÖRÐ- UNAR Réttaráhrif þess að valdi er misbeitt við val á leiðum til úrlausnar máls má í aðalatriðum skipta í tvennt eftir því hvort það hefur leitt til brota á efnis- eða málsmeðferðarreglum. Þegar brot á reglunni hefur leitt til þess að úr máli er leyst á grundvelli rangra efnisreglna er ákvörðun haldin verulegum efnisann- marka og því almennt ógildanleg. Dæmi um það er að staða embættismanns er lögð niður í tilefni af brotum hans á starfsskyldum í stað þess að fara með málið t.d. samkvæmt 21. gr. og eftir atvikum 26.-32. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þegar brot á reglunni leiðir á hinn bóginn til þess að ekki hefur verið farið eftir réttum málsmeðferðarreglum verður að meta með hefðbundnum hætti, hver réttaráhrif það hefur samkvæmt hinurn óskráðu meginreglum stjórnsýsluréttarins um ógildingu stjómvaldsákvarðana, að um- rædd málsmeðferðarregla var sniðgengin.20 Hafi andmælaréttur t.d. verið brotinn á aðila máls telst ákvörðunin almennt ógildanleg nema stjómvald geti sannað að þessi annmarki hafi engin áhrif haft á úrlausn málsins. Dómstólar dæma um, hvort stjórnvöld hafa misbeitt valdi sínu við val á leiðunr til úrlausnar máls. Almennt eru engir sérstakir takmarkandi þættir til staðar við endurskoðun dómstóla, þegar slík mál koma til kasta þeirra.21 Geta dómstólar því endurskoðað slíkar ákvarðanir að öllu leyti, en þurfa ekki að sýna þar sömu varfærni og þegar verið er að endurskoða þá þætti stjómvaldsákvarð- ana sem komnir eru undir „frjálsu mati“ stjórnvalda.22 Þegar fyrir liggur staðfest í máli, að almennum ríkisstarfsmanni hafi verið sagt upp starfi sökum minni háttar brots á starfsskyldum sínum, án þess að honum hafi áður verið veitt áminning og færi á að bæta ráð sitt, er eftirleikurinn almennt 19 Sbr. H 1974 1170(1173). 20 Sjá t.d. Ndrgaard, C.A. og Garde, J.: Forvaltningsret-Sagsbehandling, bls. 281-308 og Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin, bls. 81-83. 21 Sjá til hliðsjónar Bent Christensen, Forvaltningsret-Domtolspr0velse af forvaltnings- akter, bls. 100. 22 Andersen, J., Forvaltningsret-Sagsbenhandling, hjemmel, prpvelse, bls. 121. 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.