Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 19

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Qupperneq 19
brot er að ræða. Það er hins vegar ekki hægt að gefa sér nein viðmið í þessu sambandi heldur ræðst þetta væntanlega af því hve brotið er umfangsmikið og hvaða hagsmunir eru í húfi. 5. ÁHRIF MISNOTKUNAR 5.1 Almennt Við athugun á misnotkunarhugtakinu hefur það sérstaka þýðingu að rannsaka áhrif misnotkunarinnar á viðkomandi markað þar sem athöfn felur í grundvallar- atriðum aðeins í sér misnotkun þegar hún hefur neikvæð áhrif á markaðinn. Lausn þessa álitaefnis er á hinn bóginn engan veginn auðveld þar sem aðgerðir geta í sumum tilvikum haft jákvæð áhrif á markaðinn í byrjun en neikvæð áhrif til lengri tíma litið. Við þetta bætist síðan að oft er erfitt að gera sér grein fyrir áhrifum aðgerða á markaðinn. Þá er rétt að geta þess að 86. gr. Rs. er í raun hlutlaus gagnvart því hvort áhrif misnotkunar eru jákvæð eða neikvæð. 5.2 Útilokunaráhrif og hagnýtingaráhrif Áhrif misnotkunar eru stundum aðgreind í útilokunaráhrif (e. exclusionary effect) annars vegar og hagnýtingaráhrif hins vegar (e. exploitative effect).41 Athöfn hefur útilokunaráhrif þegar fyrirtæki reynir að hindra samkeppni á markaðinum með því að útiloka keppinauta og hagnýtingaráhrif þegar gripið er til samkeppnishamlandi aðgerða gegn aðilum sem reiða sig á hið ráðandi fyrirtæki um birgðir eða öflun á vöru eða þjónustu.42 í framkvæmd skiptir þessi greinarmunur á útilokunaráhrifum og hagnýtingaráhrifum litlu máli og sum afbrigði misnotkunar geta fallið undir báðar tegundir. 5.3 Neikvæð áhrif Af réttarframkvæmd stofnana ESB má lesa vísbendingar um hvaða áhrif á samkeppni teljast vera neikvæð. Hér að neðan er hinna augljósustu tilvika getið en hafa ber í huga að ýmis konar önnur áhrif geta haft í för með sér misnotkun. a. Einokunarhagnaður (e. the monopoly profit). Þegar leitt er í ljós við skoðun að aðgerðir hafa haft í för með sér einokunarhagnað fyrir fyrirtæki, þá er slíkt venjulega skýr vísbending um misnotkun. Dæmigert tilvik af þessum toga er þegar fyrirtæki með yfirburðastöðu verðleggur vöru eða þjónustu með óhóf- legum hætti. b. Keppinaut bolað af markaðinum. Ef sýnt er fram á að aðgerðum er beint eða óbeint ætlað að útrýma eða bola burt keppinaut þá er um misnotkun að ræða 41 Bellamy & Child, Common Market Law of Competition, 1993, Sweet & Maxwell, London, bls. 618. 42 Ibid 619. 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.