Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 27

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 27
Mál United Brands snérist um sölu á vöruin en enginn vafi er á því að sama regla gildir um sölu á þjónustu. Þetta er m.a. staðfest í máli General Motors (Belgium) gegn framkvæmdastjórn ESB68 þar sem skoðunargjald fyrirtækis- ins var talið óhæfilega hátt en fyrirtækið hafði einkarétt á tiltekinni skoðun. Evrópudómstóllinn sagði í þessu sambandi að fyrirtæki sem hefði slíkan einkarétt misnotaði aðstöðu sína ef það krefðist óhæfilegrar greiðslu fyrir þjónustu sína. 6.3.3 Undirboð Undirboð (e. predatory pricing) er hugtak sem notað er þegar fyrirtæki lækkar verð á vöru sinni svo mikið að viðskiptin verða óarðbær með það að markmiði að auka markaðshlutdeild sína á kostnað samkeppnisaðila.69 Hér er sem endra- nær nauðsynlegt að greina á milli verðlækkunar á vöru sem er á samkeppnis- markaði og undirboða. Munurinn á þessu tvennu er sá að samkeppni hefur þegar verið veikt með markaðsráðandi fyrirtæki og því gilda önnur viðmið um háttsemi slíks fyrirtækis. Evrópudómstóllinn sundurgreindi þetta vandamál rækilega í rnáli AKZO Chemie gegn framkvæmdastjórn ESB.70 AKZO sem var markaðsráðandi fyrirtæki reyndi að útiloka samkeppnisaðila frá markað- inum með umfangsmiklum og langvarandi verðlækkunum. Dómstóllinn byrjaði á að segja að 86. gr. Rs. banni almennt markaðsráðandi aðila að styrkja stöðu sína á markaðinum op útiloka þar með samkeppnisaðila en þó sé heimilt að bæta gæði vörunnar. I því sambandi verði einnig að skoða hvort verðlagning vörunnar sé lögmæt. Ætla megi að um misnotkun á markaðsráðandi aðstöðu sé að ræða þegar verð sé undir meðal breytilegum kostnaði, þ.e.a.s. kostnaði sem breytist í samræmi við framleiðslumagn. Slíkt hljóti almennt að vera gert í þeim augljósa tilgangi að bola samkeppnisaðilum af markaðinum enda hafi hið markaðsráðandi fyrirtæki engan áhuga á því frekar en önnur fyrirtæki að selja vörur sínar undir kostnaðarverði. Markmið hins ráðandi fyrirtækis hljóti því að vera að drepa niður samkeppni á markaðinum. Þegar því markmiði sé náð geti það síðan náð einokunarhagnaði á markaðinum. Dómstóllinn sagði einnig að þegar verð væru lægri en heildarframleiðslukostnaður, þ.e. fastur kostnaður að viðbættum breytilegum kostnaði, en hærri en breytilegur kostnaður yrði að telja slíka verðlagningu misnotkun á aðstöðu ef hægt væri að slá því föstu að verðlagningin væri tilraun til að útiloka keppinaut frá markaðinum. Rökin fyrir banni við undirboðum liggi í því að fyrr eða síðar verði þau til þess að útiloka keppinauta sem hafi veikari fjárhagslega stöðu frá markaðinum jafnvel þótt þessi fyrirtæki séu fær um að framleiða vöruna á sama verði og hið markaðs- 68 General Motors (Belgium) gegn Commission [1976] 1 CMLR 95; [1975] ECR 1367. 69 Bellamy & Child, Common Market Law of Competition, 1993, Sweet & Maxwell, London, p. 621. 70 AKZO Chemie gegn framkvæmdastjórn ESB [1991] ECR 1 3359; [1993] 5 CMLR 215. 83

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.