Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Page 68
4. REGLUGERÐ LAGADEILDAR Með reglugerð nr. 118, 5. nóvember 1996, voru gerðar nokkrar breytingar á reglum um próf í lagadeild. í þeirn felst í stuttu máli þetta: 1) Stúdent er heimilt að hefja nám í 2., 3. eða 4. hluta, enda þótt hann eigi ólokið prófi í einni námsgrein næsta hluta á undan. Stúdent er þó ekki heimilt að hefja nám í 2. hluta, nema hann hafi áður staðist próf í almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu. Prófi í greininni, sem ólokið er, skal stúdent ljúka, áður en hann hefur nám í næsta hluta þar á eftir. 2) Felld er niður sú regla, sem gilt hefur, að stúdent sé skylt að þreyta próf í öllum greinum misseris, eða eftir atvikum árs, á sama próftímabili. Sérreglur gilda að þessu leyti um próf í almennri lögfræði og heimspekilegum forspjallsvísindum. 3) Stúdent, sem hefur lokið prófi í almennri lögfræði, er ekki heimilt að gangast oftar en fjórum sinnum undir sama próf. Felld er niður sú regla, að stúdent haldi einkunnum í tilteknum prófurn við endurinnritun í lagadeild. 4) Endurtekningarpróf í almennri lög- fræði ásamt ágripi af réttarsögu og heimspekilegum forspjallsvísindum flytjast frá próftímabili að hausti fram á próftímabil að vori. 5) Minniháttar breytingar eru gerðar á því, á hvaða stigi námsins stúdent skal velja kjörgreinar, ritgerðar- efni og umsjónarkennara í 4. hluta náms. Reglunr þessurn verður beitt um alla stúdenta, sem innrita sig til náms við lagadeild að sumri 1997 eða síðar. Eldri reglur gilda um stúdenta, sem hafa staðist próf í almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu haustið 1996 eða fyrr. Lagadeild getur þó heimilað að stúdent, sem eldri reglur hefðu annars gilt um, leggi stund á nám og gangist undir próf eftir nýju reglunum. Nær allir stúdentar á 1., 2. og 3. hluta náms skólaárið 1996-1997 hafa sett fram slíka ósk. 5. ALÞJÓÐASAMSTARF - STÚDENTA- OG KENNARASKIPTI Stöðugt færist í vöxt að stúdentar leysi hluta af námi sínu af hendi við erlenda háskóla, samkvæmt heimild þess efnis í reglugerð. Þannig lögðu tólf íslenskir laganemar stund á nám í Evrópu á árinu 1996, þar af 6 á Norðurlöndunum. Einn stúdent var við nám í Ohio í Bandaríkjunum, en í júlí 1996 var gerður samningur um stúdentaskipti á milli lagadeildar og Ohio Northern University. Frá haustmisseri 1995 hefur lagadeild boðið upp á námskeið fyrir erlenda stúdenta á Nordplus- og Erasmus-styrkjakerfunum. Námskeiðið svarar til eins misseris náms og er fólgið í fjórum kennslugreinum. Þessar greinar eru evrópuréttur, hafréttur, refsiréttur og réttarsaga. Öll kennsla fer fram á ensku. Þrír erlendir stúdentar sóttu námskeiðið á haustmisseri 1996. I febrúar 1996 stóð lagadeild fyrir tveggja vikna námskeiði um „bandarískt lagamál með áherslu á grundvallarþætti bandarísks dóms- og lagakerfis". Kennsla fór fram á virkum dögum, tvo tíma í senn. Þátttakendur á námskeiðinu voru bæði laganemar og lögmenn. Kennari var Eva Jacobsen, lektor við Arósa- háskóla, en ferð hennar hingað til lands var styrkt af Nordplus. 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.