Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1997, Síða 68
4. REGLUGERÐ LAGADEILDAR Með reglugerð nr. 118, 5. nóvember 1996, voru gerðar nokkrar breytingar á reglum um próf í lagadeild. í þeirn felst í stuttu máli þetta: 1) Stúdent er heimilt að hefja nám í 2., 3. eða 4. hluta, enda þótt hann eigi ólokið prófi í einni námsgrein næsta hluta á undan. Stúdent er þó ekki heimilt að hefja nám í 2. hluta, nema hann hafi áður staðist próf í almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu. Prófi í greininni, sem ólokið er, skal stúdent ljúka, áður en hann hefur nám í næsta hluta þar á eftir. 2) Felld er niður sú regla, sem gilt hefur, að stúdent sé skylt að þreyta próf í öllum greinum misseris, eða eftir atvikum árs, á sama próftímabili. Sérreglur gilda að þessu leyti um próf í almennri lögfræði og heimspekilegum forspjallsvísindum. 3) Stúdent, sem hefur lokið prófi í almennri lögfræði, er ekki heimilt að gangast oftar en fjórum sinnum undir sama próf. Felld er niður sú regla, að stúdent haldi einkunnum í tilteknum prófurn við endurinnritun í lagadeild. 4) Endurtekningarpróf í almennri lög- fræði ásamt ágripi af réttarsögu og heimspekilegum forspjallsvísindum flytjast frá próftímabili að hausti fram á próftímabil að vori. 5) Minniháttar breytingar eru gerðar á því, á hvaða stigi námsins stúdent skal velja kjörgreinar, ritgerðar- efni og umsjónarkennara í 4. hluta náms. Reglunr þessurn verður beitt um alla stúdenta, sem innrita sig til náms við lagadeild að sumri 1997 eða síðar. Eldri reglur gilda um stúdenta, sem hafa staðist próf í almennri lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu haustið 1996 eða fyrr. Lagadeild getur þó heimilað að stúdent, sem eldri reglur hefðu annars gilt um, leggi stund á nám og gangist undir próf eftir nýju reglunum. Nær allir stúdentar á 1., 2. og 3. hluta náms skólaárið 1996-1997 hafa sett fram slíka ósk. 5. ALÞJÓÐASAMSTARF - STÚDENTA- OG KENNARASKIPTI Stöðugt færist í vöxt að stúdentar leysi hluta af námi sínu af hendi við erlenda háskóla, samkvæmt heimild þess efnis í reglugerð. Þannig lögðu tólf íslenskir laganemar stund á nám í Evrópu á árinu 1996, þar af 6 á Norðurlöndunum. Einn stúdent var við nám í Ohio í Bandaríkjunum, en í júlí 1996 var gerður samningur um stúdentaskipti á milli lagadeildar og Ohio Northern University. Frá haustmisseri 1995 hefur lagadeild boðið upp á námskeið fyrir erlenda stúdenta á Nordplus- og Erasmus-styrkjakerfunum. Námskeiðið svarar til eins misseris náms og er fólgið í fjórum kennslugreinum. Þessar greinar eru evrópuréttur, hafréttur, refsiréttur og réttarsaga. Öll kennsla fer fram á ensku. Þrír erlendir stúdentar sóttu námskeiðið á haustmisseri 1996. I febrúar 1996 stóð lagadeild fyrir tveggja vikna námskeiði um „bandarískt lagamál með áherslu á grundvallarþætti bandarísks dóms- og lagakerfis". Kennsla fór fram á virkum dögum, tvo tíma í senn. Þátttakendur á námskeiðinu voru bæði laganemar og lögmenn. Kennari var Eva Jacobsen, lektor við Arósa- háskóla, en ferð hennar hingað til lands var styrkt af Nordplus. 124
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.