Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Side 3
^ /I\ /!\ IÖGIIMDIM.V 2. HEFTI 48. ÁRGANGUR MAÍ1998 DÓMSTÓLALÖG Hinn 1. júlí á þessu ári taka gildi lög um dómstóla, nr. 15, 25. mars 1998. í upphafi athugasemda við frumvarp til þessara laga segir m.a. eftirfarandi: Frumvarpinu er einkum ætlað að koma í stað núgildandi reglna um dómstóla og dómendur, sem era annars vegar í lögum um Hæstarétt íslands, nr. 75/1973, og hins vegar í I. kafla laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92/1989. I fyrmefndu lögunum era einu ákvæðin í réttarfarslöggjöf sem hafa ekki enn komið til heildarendurskoðunar í vinnu á undanfömum áratug að nýskipan á því sviði. Reglum í síðamefndu lögunum um héraðsdómstóla og héraðsdómara, sem tóku gildi 1. júlí 1992, var ekki ætlað að standa til frambúðar, enda vora lögin sett til að hrinda í framkvæmd umfangsmikilli breytingu á dómstólaskipaninni í héraði og var við það miðað að á síðari stigum yrðu ákvæði þeirra um þetta efni færð í nýja heildarlöggjöf um dómstóla. Með gerð framvarpsins er því í reynd verið að ljúka heildarendur- skoðun íslenskra réttarfarslaga sem hófst á árinu 1987. Þá er því lýst í athugasemdunum að megintilgangur frumvarpsins, sem varð að lögum lítið breytt, sé að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstólanna sem þriðju valdstoðar ríkisins og meðal annars auka þannig tiltrú almennings á starfsemi þeirra. Hér skal því haldið fram að sjálfstæði dómstólanna hafi í raun verið með ágætum hætti frá því að aðskilnaðarlögin tóku gildi á miðju ári 1992. Fjárveit- ingar til dómstólanna hafa yfirleitt verið viðunandi þegar litið er til þess að mikið kapp hefur verið lagt á að draga saman útgjöld ríkisins hverju nafni sem þau nefnast. Það þekkja allir sem nálægt stjómun dómstóla hafa komið að fjár- hagurinn er fyrst og síðast það sem skiptir mestu máli um sjálfstæði þeirra. Það eflir ekki sjálfstæði dómsvaldsins þurfi það að knékrjúpa fjárveitingavaldinu. í lögunum er ekki að finna nein ákvæði sem á einhvem hátt gætu tryggt betur þennan þátt sjálfstæðis dómstólanna. Þess er tæpast von því að eflaust er erfitt 87

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.