Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 23

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 23
reglugerðardraganna. Eftir 1. janúar 1999 verður ECU eingöngu yfirheiti á hinum sameiginlega gjaldmiðli. Þar sem ECU er samsett af föstum gengisfjárhæðum aðildarríkja með ákveðnu markaðsverðgildi verður daglegt markaðsverðgildi (og vextir) reiknað og skráð fyrir ECU sem slíkt. ECU er í nokkrum mæli notað í einkageiranum til að ákveða umfang fjárskuldbindinga, einkum til að vinna gegn gengisáhættu og í þeim tilgangi að ná fram gengistryggingu krafna og skulda. ECU hefur í auknum mæli verið notað til að tilgreina fjárhæðir í ýmsum tilvikum. Því var talið æskilegt að fastsetja innan Evrópuréttarins slíkar tilvísanir til ECU í lagaákvæðum og löggerningum. í 2. gr. (1) reglugerðarinnar er ákvæði um að tilvísun til ECU sem opinberrar reiknieiningar innan Evrópubandalagsins (opinbert ECU22) í lagaákvæðum og löggemingum skuli túlka sem tilvísun til evró í hlutfallinu 1:1, þ.e. að „eitt ECU“ sé jafnt „einu evrói“. Það leiðir af 2. lið 4. mgr. 109. gr. L Rs. (2. lið 4. mgr. 123. gr. Rs.) að ECU er jafngilt evrói í opinberri notkun, en ákvæðið mælir fyrir um að ákvörðunin um gengi milli gjaldmiðla einstakra ríkja og ECU skuli ekki breyta gildi ECU útávið. Evró er aðeins heiti sameiginlegu myntarinnar ECU og getur því ekki haft annað gildi. Því verður gildi evrósins að svara til gildis ECU við gildistöku evrósins. Ákvæði 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar er ennfremur byggt á líkindareglu þess efnis að tilvísanir til „ECU“ skuli túlka sem tilvísanir til „opinbers ECU“, en afsanna má líkindaregluna og taka skal tillit til vilja samningsaðila.23 í reynd leiðir ákvæðið til þess að tilvísanir til ECU í samningum, sem mæla fyrir um greiðslu eftir 1. janúar 1999, eða greiðsla fer fram eftir 1. janúar 1999, verða túlkaðar sem tilvísanir til evró.24 7. GENGI OG NÁMUNDUN Samkvæmt 4. gr. (1) til (3) reglugerðarinnar skal reiknigengi evrós og gjaldmiðils ríkis ákveðið með sex gildum tölum (t.d. 1,96433 eða 40,5393), ekki er heimilt að stytta eða námunda reiknigengið og aðeins eitt reiknigengi gildir, hvort sem reiknað er frá gjaldmiðli ríkis til evrósins eða frá evróinu til 22 „Opinbert ECU“ vísar yfirleitt til ECU, eins og einingin er skilgreind í reglugerð ráðsins, og sem notuð er af stofnunum Evrópusambandsins og milli seðlabanka aðildarríkjanna. Notkun ECU í einkageiranum miðar yfirleitt við „opinbert ECU“, en er þó að meginstefnu til háð samningsfrelsi (einkaréttarlegt ECU). 23 „The rebuttal is not dependent on a written agreement in the contract. It may also be deducted from the conduct of the parties or from other factors. Nevertheless the presumption modifies to some extent the burden of proof for the parties". Sjá European Economy. „Legal framework for the use of the euro“, bls. 5. 24 Þar sem ECU er, eins og áður er rakið, gjaldmiðilskúrfa, sem hefur tekið breytingum, má vera að til séu samningar þar sem telja verður að tilvísun til ECU sé tilvísun til ECU með annarri samsetningu en þeirri sem greind er í tilskipun ráðsins nr. 3320/94. Einnig er mögulegt að samið hafi verið um samsetningu sem kölluð er „ECU“, sbr. t.d. samninga í mörgum gjaldmiðlum. Meta verður slíkar tilvísanir eftir aðstæðum og eftir rétti tiltekins ríkis, eftir því sem við á. 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.