Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Page 56
sviðum svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála, sbr. 2. mgr. 1. gr. En tilætlanir samningsaðila gengu lengra en svo að taka yfir gildandi löggjöf EB á mikilvægum sviðum. Samningurinn er framsækinn eins og áður er getið og mun hann í framtíðinni breytast og þróast með EB-rétti með sífelldri yfirtöku EFTA-ríkjanna á nýjum gerðum jafnt sem breytingum á eldri gerð- um.43 Til þess að gera þetta mögulegt voru samþykktar sérstakar reglur um stofnanir Evrópska efnahagssvæðisins og ákvarðanaferli innan þess við gerð nýmæla og breytingar á eldri reglum.44 Nýjar eða breyttar reglur binda samningsaðila og er þeim skylt að taka þær upp í landsrétt eftir ákvæðum 7. gr. EES-samningsins 45 í 108. gr. EES-samningsins er kveðið á um það að EFTA-ríkin skuli koma á fót EFTA-dómstóli og sjálfstæðri eftirlitsstofnun (Eftirlitsstofnun EFTA, hér eftir ESA) svo og kerfi svipuðu og fyrir er í bandalaginu, meðal annars kerfi til að tryggja efndir á skuldbindingum samkvæmt samningnum. Fyrirmælum 108. gr. var fullnægt með samningi um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (hér eftir SED-samningurinn) sem undirritaður var 2. maí 1992. Valdsvið EFTA- dómstólsins og ESA nær fyrst og fremst til EFTA-ríkja en eru að öðru leyti sambærileg við valdsvið framkvæmdastjómarinnar og Evrópudómstólsins. Með þessum reglum hefur verið komið á tveggja stoða eftirlitskerfi innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem ESA og EFTA-dómstóllinn fylgjast með framkvæmd EES-samningsins af hálfu EFTA-ríkjanna en framkvæmdastjórnin og Evrópudómstóllinn gegna sama hlutverki í tengslum við aðildarríki EB.46 43 Samkvæmt 97. gr. EES-samningsins hefur hann ekki áhrif á rétt einstakra samningsaðila til að breyta innlendri löggjöf á þeim sviðum sem samningurinn tekur til. Þetta er þó háð því að annað af tveimur skilyrðum sé uppfyllt. Annars vegar að hin nýja löggjöf hafi ekki áhrif til hins verra á fram- kvæmd samningsins að mati sameiginlegu EES-nefndarinnar eða hins vegar að skilyrðum 98. gr. sé fullnægt, nánar tiltekið að reglum um ákvarðanatöku nýrra EES-reglna sem byggjast á EB-reglum hafi verið fylgt. Samkvæmt 98. gr. EES-samningsins hefur sameiginlega EES-nefndin heimild til að breyta viðaukum samningsins og nánar tilteknum bókunum. Heimildinni eru þó reistar ákveðnar skorður með því að nefndin þarf að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem vísað er til í ákvæðinu. 44 Sjá umfjöllun um ákvarðanatöku og gerð nýmæla innan EES hjá Sigurði Líndal: Inngangur að lögfræði. Þjóðréttarreglur III - Löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. (Bráðabirgðaútgáfa til kennslu), Reykjavík, nóvember 1995, bls. 48 og áfram. Einnig Christophe Reymond: „Institutions, Decision-Máking Procedure and Settlement of Disputes in the European Economic Areá'. (1993) 30 CML Rev., bls. 462-467 og ennfremur Fredrik Sejersted: E0S-rett, bls. 117-146. Senter for Europa-rett - Universitetet i Oslo, Universitetsforlaget, Oslo 1995. 45 Sjá vangaveltur Leif Sevón um það hvaða skilning beri að leggja í hugtakið „bindandi fyrir samn- ingsaðila" sem einnig kemur ffam í 103. gr. og 104. gr. EES-samningsins: „Primacy and Direct Effect in the EEA. Some reflections". Festskrift til Ole Due, Kaupmannahöfn 1994, bls. 348 og 352. 46 Sjá um Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólinn Fredrik Sejersted, bls. 104-111, og nánar um dómstólinn Sven Norberg: „The EFTA Court“ (1994) 31 CML Rev„ bls. 1147-1156, „The Dynamic and Homogeneous European Economic Area - Challenges for the EFTA Court“. (1994) 5 European Business Law Review, bls. 191-200 og „The EFTA Court: One of the Two Main Components of the EEA Judicial Mechanism". The European Economic Area EC-EFTA, Institutional Aspects and Financial Services, Stuyck, J. og Looijestijn-Clearie, A. (ritstj.), Deventer- Boston 1994, bls. 9-32. 140

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.