Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 56

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1998, Qupperneq 56
sviðum svo sem á sviði rannsókna og þróunar, umhverfismála, menntunar og félagsmála, sbr. 2. mgr. 1. gr. En tilætlanir samningsaðila gengu lengra en svo að taka yfir gildandi löggjöf EB á mikilvægum sviðum. Samningurinn er framsækinn eins og áður er getið og mun hann í framtíðinni breytast og þróast með EB-rétti með sífelldri yfirtöku EFTA-ríkjanna á nýjum gerðum jafnt sem breytingum á eldri gerð- um.43 Til þess að gera þetta mögulegt voru samþykktar sérstakar reglur um stofnanir Evrópska efnahagssvæðisins og ákvarðanaferli innan þess við gerð nýmæla og breytingar á eldri reglum.44 Nýjar eða breyttar reglur binda samningsaðila og er þeim skylt að taka þær upp í landsrétt eftir ákvæðum 7. gr. EES-samningsins 45 í 108. gr. EES-samningsins er kveðið á um það að EFTA-ríkin skuli koma á fót EFTA-dómstóli og sjálfstæðri eftirlitsstofnun (Eftirlitsstofnun EFTA, hér eftir ESA) svo og kerfi svipuðu og fyrir er í bandalaginu, meðal annars kerfi til að tryggja efndir á skuldbindingum samkvæmt samningnum. Fyrirmælum 108. gr. var fullnægt með samningi um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (hér eftir SED-samningurinn) sem undirritaður var 2. maí 1992. Valdsvið EFTA- dómstólsins og ESA nær fyrst og fremst til EFTA-ríkja en eru að öðru leyti sambærileg við valdsvið framkvæmdastjómarinnar og Evrópudómstólsins. Með þessum reglum hefur verið komið á tveggja stoða eftirlitskerfi innan Evrópska efnahagssvæðisins þar sem ESA og EFTA-dómstóllinn fylgjast með framkvæmd EES-samningsins af hálfu EFTA-ríkjanna en framkvæmdastjórnin og Evrópudómstóllinn gegna sama hlutverki í tengslum við aðildarríki EB.46 43 Samkvæmt 97. gr. EES-samningsins hefur hann ekki áhrif á rétt einstakra samningsaðila til að breyta innlendri löggjöf á þeim sviðum sem samningurinn tekur til. Þetta er þó háð því að annað af tveimur skilyrðum sé uppfyllt. Annars vegar að hin nýja löggjöf hafi ekki áhrif til hins verra á fram- kvæmd samningsins að mati sameiginlegu EES-nefndarinnar eða hins vegar að skilyrðum 98. gr. sé fullnægt, nánar tiltekið að reglum um ákvarðanatöku nýrra EES-reglna sem byggjast á EB-reglum hafi verið fylgt. Samkvæmt 98. gr. EES-samningsins hefur sameiginlega EES-nefndin heimild til að breyta viðaukum samningsins og nánar tilteknum bókunum. Heimildinni eru þó reistar ákveðnar skorður með því að nefndin þarf að fylgja þeim málsmeðferðarreglum sem vísað er til í ákvæðinu. 44 Sjá umfjöllun um ákvarðanatöku og gerð nýmæla innan EES hjá Sigurði Líndal: Inngangur að lögfræði. Þjóðréttarreglur III - Löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. (Bráðabirgðaútgáfa til kennslu), Reykjavík, nóvember 1995, bls. 48 og áfram. Einnig Christophe Reymond: „Institutions, Decision-Máking Procedure and Settlement of Disputes in the European Economic Areá'. (1993) 30 CML Rev., bls. 462-467 og ennfremur Fredrik Sejersted: E0S-rett, bls. 117-146. Senter for Europa-rett - Universitetet i Oslo, Universitetsforlaget, Oslo 1995. 45 Sjá vangaveltur Leif Sevón um það hvaða skilning beri að leggja í hugtakið „bindandi fyrir samn- ingsaðila" sem einnig kemur ffam í 103. gr. og 104. gr. EES-samningsins: „Primacy and Direct Effect in the EEA. Some reflections". Festskrift til Ole Due, Kaupmannahöfn 1994, bls. 348 og 352. 46 Sjá um Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstólinn Fredrik Sejersted, bls. 104-111, og nánar um dómstólinn Sven Norberg: „The EFTA Court“ (1994) 31 CML Rev„ bls. 1147-1156, „The Dynamic and Homogeneous European Economic Area - Challenges for the EFTA Court“. (1994) 5 European Business Law Review, bls. 191-200 og „The EFTA Court: One of the Two Main Components of the EEA Judicial Mechanism". The European Economic Area EC-EFTA, Institutional Aspects and Financial Services, Stuyck, J. og Looijestijn-Clearie, A. (ritstj.), Deventer- Boston 1994, bls. 9-32. 140
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.