Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 20
3.3.2 Frávísunarástæður, sbr. 1. mgr. 17. gr. Rómarsamþykktar Akvæði 17. gr. Rómarsamþykktarinnar hefur eins og áður segir að geyma þau fyrirmæli sem endurspegla efnislegt samspil lögsögu Alþjóðlega sakamála- dómstólsins og dómstóla í aðildarríkjum. Af þessum fyrirmælum má glögglega ráða efni meginreglunnar um fyllingarlögsögu og áhrif hennar á ákvarðanatöku um hvort dómstóllinn megi láta mál til sín taka, sbr. tilvísun upphafsmálsliðar 1. mgr. 17. gr. til tíundu málsgreinar inngangsorðanna sem rakin var hér að framan. Ákvæði 1. mgr. 17. gr. snýr að öðru leyti að þeim aðstæðum þar sem Alþjóðlega sakamáladómstólnum er skylt að vísa máli frá vegna þess að lög- saga aðildarríkja, eða eftir atvikum annarra ríkja, hefur orðið virk, sbr. a- til c- liði 1. mgr. ákvæðisins. Ákvæði d-liðar 1. mgr. 17. gr. gerir hins vegar þá kröfu að mál þurfi að vera „nógu alvarlegt" til þess að dómstólnum sé rétt að aðhaf- ast vegna þess en ekki er nánar tiltekið hvaða sjónarmið ber að hafa í huga þegar metið er hvort mál uppfyllir alvarleikaskilyrði ákvæðisins.22 Samkvæmt a-lið 1. mgr. 17. gr. Rómarsamþykktar ber dómstólnum að vísa máli frá ef ríki, sem hefur lögsögu í málinu, hefur hafið rannsókn og saksókn í því nema ríkið skorti vilja eða getu til að fylgja rannsókninni eða saksókninni eftir af fullri alvöru. Hafa verður í huga að þróunin í þjóðarétti hefur verið í þá átt að játa einstökum ríkjum allsherjarlögsögu þegar um er að ræða hópmorð, glæpi gegn mannúð og stríðsglæpi en rétt er að minna á að lögsaga Alþjóðlega sakamáladómstólsins verður í fyrstu takmörkuð við þessa glæpi, sbr. 5. gr.23 Þá hefur verið við það miðað að slík þjóðréttarvenja hafi öðlast stöðu jus cogens. Samkvæmt þessu má ætla að mögulegt sé að sérhverju ríki verði kleift að þjóðarétti að krefjast lögsögu í málum sem annars gætu fallið undir lögsögu Al- þjóðlega sakamáladómstólsins. Með hliðsjón af efnisskilyrðum áðumefnds a- liðar 1. mgr. 17. gr. Rómarsamþykktarinnar verður þannig að vísa máli frá dóm- stólnum ef ríki, sem viðurkennt er að þjóðarétti, hefur a.m.k. hafið rannsókn í máli sem annars félli undir lögsögu dómstólsins að því tilskildu að ekki verði lagt til grundvallar að ríkið skorti í raun vilja eða getu til að fjalla um málið. Sambærileg sjónarmið eiga við um þær aðstæður sem fjallað er um í b-lið 1. mgr. 17. gr. samþykktarinnar. Er þar hins vegar við það miðað að ríki sem hef- ur lögsögu í málinu hafi rannsakað það og ákveðið að sækja ekki viðkomandi mann til saka. Er hér væntanlega um það að ræða að ríki hafi að lokinni rann- sókn metið það svo að ekki væru næg efni til útgáfu ákæru og því ákveðið að 22 Akvæði a- til d-liðar 1. mgr., sbr. upphafsmálsliður 1. mgr. 17. gr. Rómarsamþykktarinnar, er svohljóðandi í íslenskri þýðingu: „Með hliðsjón af tíundu málsgrein inngangsorðanna og 1. gr. skal dómstóllinn ákveða að vísa máli frá þegar: a) ríki, sem hefur lögsögu í málinu, hefur hafið rann- sókn eða saksókn í því, nema ríkið skorti vilja eða getu til að fylgja rannsókninni eða saksókninni eftir af fullri alvöru; b) ríki, sem hefur lögsögu í málinu. hefur rannsakað það og ákveðið að sækja ekki viðkomandi mann til saka, nema sú ákvörðun stafi af skorti ríkisins á vilja eða getu til að sækja viðkomandi mann til saka af fuliri alvöru; c) viðkomandi maður hefur þegar verið dæmdur fyrir þá háttsemi sem er tilefni ákærunnar og dómstólnum er óheimilt að rétta í málinu skv. 3. mgr. 20. gr.; d) málið er ekki nógu alvarlegt til að réttlætanlegt sé að dómstóllinn hafist frekar að í því“. 23 Fjallað verður nánar um hugtakið allsherjarlögsaga í kafla 4.2. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.