Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 32
þar sem gerð er grein fyrir fjölda og tegundum mála sem embættin vinna að hverju sinni. Sömuleiðis hefur Fangelsismálastofnun ríkisins árlega gefið út ítarlega skýrslu um stöðu fangelsismála frá upphafi starfsemi sinnar árið 1989. Upplýsingar af þessu tagi eru forsenda fyrir rannsóknum á eðli og umfangi af- brota á íslandi og því afar mikilvægar. í greininni sem hér er fylgt úr hlaði verður í stuttu máli lýst helstu niðurstöð- um afbrotafræðilegrar rannsóknar á ítrekunartíðni afbrota á Islandi eða endur- hvarfi einstaklinga til afbrotahegðunar eftir að þeir hafa sætt einhvers konar refsingu. Rannsóknin var samstarfsverkefni íslenskra og bandarískra aðila. Að verkinu komu tveir afbrotafræðingar frá Missouriháskóla í Bandaríkjunum, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, dósent við Háskóla Islands auk dóms- málaráðuneytisins, en undir það heyra allar þær stofnanir sem nauðsynlegt er að fá upplýsingar frá fyrir rannsókn af þessu tagi.1 Hafist var handa við rannsókn- ina árið 1998 og komu erlendu samstarfsaðilamir tvívegis til Islands til að vinna að undirbúningi og framkvæmd rannsóknarinnar. Fengið var leyfi frá Tölvu- nefnd um aðferð til að vinna úr persónuupplýsingum og aðgangur að gögnum Fangelsismálastofnunar, Lögreglunnar í Reykjavík og Ríkislögreglustjóra var heimilaður í kjölfar beiðni frá dómsmálaráðuneytinu þar að lútandi. 2. MARKMIÐ RANNSÓKNARINNAR í rannsókninni var leitað svara við mörgum brýnum spurningum er lúta að hvaða þættir auka eða draga úr líkum á ítrekun. Hver er ítrekunartíðni brota- ntanna sem ljúka afplánun í fangelsi á íslandi? Hvert er hlutfall þeirra sem lýkur afplánun á tilteknu ári eða tímabili og snýr aftur í fangelsi eða hlýtur nýjan dóm innan tiltekins tímabils? Hver er ítrekunartíðni þeirra sem ljúka dómum án fangelsunar, s.s. með skilorðsdómum eða samfélagsþjónustu? Er munur á ítrek- unartíðni þessa hóps og þeirra sem hafa verið fangelsaðir? Hver er meðaltíma- lengd frá lokum afplánunar í fangelsi eða annarra viðurlaga til afturhvarfs til af- brota? Og síðast en ekki síst hvemig kemur ítrekunarmynstur á Islandi út í sam- anburði við mynstrið í öðrum löndum? Hvemig stöndum við Islendingar okkur í baráttunni við glæpi í samanburði við aðrar þjóðir? Svörin við þessum spurningum eru afar mikilvæg, ekki aðeins fyrir afbrota- fræðina heldur ekki síður fyrir stjórnvöld. Forsenda árangursríkrar stefnumót- unar í afbrotamálum hlýtur að vera greinargóð og aðgengileg þekking á stöðu mála. Hér gefst gott tækifæri til að meta hana og í framhaldi af því er unnt að leggja fram vænlegar tillögur til úrbóta. Upplýsingar um ítrekunartíðni eru mik- 1 Auk framangreindra aðila komu fleiri að verkinu á ýmsum stigum þess og er þeim ölium þakkað fyrir þeirra framlag, Rannveigu Þórisdóttur. M.A. nema í félagsfræði, Karli Steinari Valssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni, Katrínu Hilmarsóttur lögfræðingi, Ágústi Mogensen, M.Sc. í afbrotafræði, Hafdísi Guðmundsdóttur, starfsmanni Fangelsismálastofnunar ríkisins, Hjalta Zophaníassyni, skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytinu, Sigurði Kristinssyni. lektor við Háskólann á Akureyri, auk annarra. Vísindasjóði Háskóla Islands, Rannís og Missouriháskóla er þakkaður fjárstuðningur. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.