Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Page 8
Þar eð með samningi þessum er stefnt að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja lög- gjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins; og þar eð þessum markmiðum verður því að ná með þeirri málsmeðferð sem gildir í hverju landi um sig; Stök grein Vegna þeirra tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komn- ar eru til framkvæmdar og annarra settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum. Samkvæmt þessu samningsákvæði skuldbundu EFTA-ríkin sig til þess að laga lög sín og reglur að ákvæðum samningsins þar sem þess gerist þörf. Á sín- um tíma, og ef til vill enn, var deilt um það hvort hér væri um að ræða framsal á valdi löggjafans og þar með brot á stjómarskránni og sýndist sitt hverjum. Hvað sem því líður þá liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar frá 16. desember 1999, í máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur gegn íslenska rtkinu, þar sem viður- kennd er skaðabótaskylda íslenska ríkisins, á grundvelli laga nr. 2/1993 og meginreglna og markmiða EES-samningsins, vegna þess að vanrækt hafði ver- ið að laga íslensk lög að tilskipun Evrópusambandins nr. 80/987/EBE um sam- ræmingu á lögum aðildarríkjanna um vernd til handa launþegum verði vinnu- veitandi gjaldþrota, eins og vinnuveitandi Erlu Maríu Sveinbjömsdóttur varð. Þar sem í rnáli þessu var deilt um hvort á EES-samningnum yrði byggð skaða- bótaskylda þá segir dómur Hæstaréttar ekki beint til um það hvemig með skuli fara þegar íslensk lagaregla og ákvæði EES-samningsins stangast á og annar deiluaðila byggir rétt sinn á samningsákvæðinu en hinn á íslensku lagareglunni. Sú staða hefði hins vegar verið uppi hefði Erla María Sveinbjörnsdóttir kosið að stefna Ábyrgðarsjóði launa og krafist greiðslu launa úr sjóðnum á grundvelli framangreindrar tilskipunar Evrópusambandsins en ábyrgðarsjóðurinn borið fyrir sig að það væri honum ekki skylt að íslenskum lögum. Þá hefði fyrst reynt á hvort samningsákvæðin teljist réttarheimild í íslenskum rétti jafngild settum lögum eða öðrum réttarheimildum og hver sé rétthæð þeirra. Það má strax fullyrða í framhaldi af þessu að ekki hafa komið fram þær skoð- anir svo vitað sé að þau ákvæði EES-samningsins sem ekki hafa beinlínis ver- ið lögtekin séu fullgildar íslenskar réttarheimildir. Ekki hefur enn gengið dómur í Hæstarétti íslands þar sem á þetta álitaefni hefur reynt. Hins vegar gekk hinn 16. nóvember sl. dómur í Hæstarétti Noregs í máli tryggingafélagsins Storebrand gegn Veroniku Finanger. Veronika Finanger var farþegi í bíl með ölvuðum ökumanni og var henni ölv- unin ljós áður en ökuferðin hófst. Henni lauk með þeim hætti að Veronika beið af mikinn líkamsskaða. I norsku bifreiðaábyrgðarlögunum er ákvæði um það að farþegi geti ekki fengið greiddar skaðabætur, nema í undantekningartilfellum, hafi hann orðið fyrir tjóni í bíl sem ekið var af ökumanni, ölvuðum eða undir áhrifum lyfja, vissi hann eða mátti vita að svo háttaði til með ökumanninn. Sama regla gildir í íslenskum rétti samkvæmt langri dómvenju, sjá t.d. dóm Hæstaréttar í málinu 2

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.