Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2001, Blaðsíða 22
Það er harla merkilegt að ofangreint ákvæði um endurskoðunarvald dóm- stólsins á þeim aðgerðum sem fram hafa farið í ríki undir yfirskini opinberrar rannsóknar og dómsmeðferðar í tilteknu máli hafi náð fram að ganga í samn- ingaviðræðunum.25 Astæðan er sú að með því heimiluðu aðildarríkin í raun al- þjóðlegum dómstóli að taka til lagalegrar skoðunar hvort aðgerðir lögbærra yfirvalda í einstökum ríkjum yrðu í tilteknu máli taldar í samræmi við skuld- bindingar ríkjanna að þjóðarétti. Þegar hins vegar grannt er skoðað kemur í ljós að önnur leið var í raun ófær ef Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn átti með raun- hæfum hætti að ná þeim markmiðum sem meirihluti samningsríkjanna lagði til grundvallar, þ.e. að vera virkt og öflugt tæki í baráttunni gegn alþjóðaglæpum. Ef það fyrirkomulag hefði verið lagt til grundvallar að einstök ríki, sem hefðu lögsögu í tilteknu máli, gætu sjálf metið hvort þau hefðu uppfyllt þjóðréttarleg- ar skuldbindingar sínar um að rannsaka og saksækja grunaða einstaklinga, jafn- vel eigin ríkisborgara, þá hefði verið einsýnt að málaskrá Alþjóðlega sakamála- dómstólsins hefði vart orðið tímafrek lesning. 3.3.3.1 Viljaskortur ríkis Mikið var deilt af hálfu samningsaðila um rétta skýrgreiningu á því hvenær ríki skorti vilja til að rannsaka og saksækja einstakling í tilteknu máli þannig að dómstóllinn gæti tekið rnálið til skoðunar. Sum ríki byggðu mótmæli sín ann- ars vegar á sjónarmiðum um að slíkt fyrirkomulag færi gegn fullveldisrétti þjóðríkja og hins vegar á því að það kynni að vera andstætt stjórnarskrárbundn- um reglum um bann við að einstaklingar yrðu saksóttir tvisvar vegna sömu hátt- semi.26 Enda þótt andstaða ríkja við reglur um viljaskort yrði veikari eftir því sem á leið var hins vegar talið með öllu ófært að veita dómstólnum heimild til að meta slík tilvik á grundvelli huglægra viðmiðana. Var því eftir fremsta megni leitast við að móta orðalag sem hafði til að bera hlutlæg efniseinkenni. Niðurstaða Rómarsamþykktarinnar er sú að þegar dómstóllinn leggur mat á það hvort ríki hafi skort vilja til aðgerða ber honum ávallt að hafa hliðsjón af meginreglum um réttláta málsmeðferð sem viðurkenndar eru að þjóða- rétti, sbr. upphafsmálslið 2. mgr. 17. gr. samþykktarinnar. Þá ber dómstólnum að kanna hvort eitthvert þeirra atriða sem fram koma í a- til c-liðum 2. mgr. 17. gr. sé til staðar. 27 25 John T. Hohnes tekur það sérstaklega fram að það hafi styrkt stöðu þeirra ríkja sem börðust fyrir endurskoðunarvaldi Alþjóðlega sakamáladómstólsins að þessu leyti að Alþjóðalaganefnd Sameinuðu þjóðanna hafði í drögum sínum frá árinu 1994 lagt slíka útfærslu til grundvallar. Sjá hér sama rit, bls. 44. 26 John T. Holmes, sama rit, bls. 48. 27 Akvæði 2. mgr. 17. gr. Rómarsamþykktarinnar er svohljóðandi í íslenskri þýðingu: „Til þess að ákvarða hvort um sé að ræða skort á vilja í tilteknu máli skal dómstóllinn meta, með hliðsjón af meginreglum um réttláta málsmeðferð sem viðurkenndar eru að þjóðarétti, hvort um sé að ræða eitt eða fleiri eftirtalinna atriða, eftir því sem við á: a) stofnað var eða stofhað er til réttarhaldanna eða ákvörðun hefur verið tekin innanlands um að ftrra viðkomandi mann refsiábyrgð á glæpum sem falla undir lögsögu dómstólsins og getið er í 5. gr.; b) óréttmætar tafir hafa orðið á réttarhöldunum 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.